Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 152
ofan við frostmark vatns. Þetta olli nokkurri furðu,
þar sem ekki var búist við því að hiti hækkaði svo
ört þegar neðar drægi. Ef ekki er um reiknings-
skekkju að ræða, kann skýringin að vera sú, að
þetta sé staðbundið fyrirbæri, þunnt lag með hærra
hitastigi en umhverfið.
Margar myndir voru teknar af hinum geysistóra
rauða bletti sem setur svip á skýjaþykkni Júpíters
sunnan við miðbaug. Mælingar sýndu að bletturinn
er heldur kaldari en umhverfið, en annars eru menn
litlu nær um eðli þessa undarlega fyrirbæris, sem
sést hefur (að vísu misjafnlega áberandi) síðan
athuganir hófust á 17. öld.
Talið er að Júpíter sé mestmegnis úr frumefn-
unum vetni og helíni, þótt efnasambönd s. s. metan
og ammoníak láti meira að sér kveða í litrófi reiki-
stjörnunnar. Líkindi eru til þess að Júpíter hafi
varðveitt að talsverðu leyti efnasamsetningu þeirr-
ar frumþoku sem sólkerfið myndaðist úr. Því er
það, að vísindamönnum leikur mikill hugur á að
vita hversu mikið sé af hverju frumefni í Júpíter,
og þá einkanlega hvert hlutfallið sé milli vetnis og
helíns. Pioneer 10 var búinn litrófsmæli til að kanna
útfjólubláa geislun sem veitt gæti vísbendingu um
þetta atriði. Mælingarnar sönnuðu að helín er í gufu-
hvolfi Júpíters, sennilega ein frumeind á móti hverj-
um fimm af vetni, en endanlegar niðurstöður hafa
ekki verið birtar enn.
Júpíter fylgja tólf tungl, þar af fjögur stór, á
stærð við jarðarmánann. Heita þau íó, Evrópa,
Ganýmede og Kallistó. Tunglið íó hefur vakið sér-
staka athygli stjörnufræðinga að undanförnu. Það
er rauðgult að lit, og yfirborð þess er bjartara en
yfirborð nokkurs annars hnattar í sólkerfinu. Af
(150)