Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 154
ig að hann gengi bak við íó frá jörðu séð, svo að
unnt yrði að fylgjast með breytingum á útvarps-
merkjum frá flauginni. Tilraunin leiddi í ljós, að
íó hefur rafhvolf og um leið vott af gufuhvolfi.
Með því að mæla þyngdaráhrif íós á flaugina var
unnt að reikna út efnismagn íós með meiri ná-
kvæmni en áður. Kom þá í ljós að efnismagnið hef-
ur verið vanmetið um nær 20%. Eldri útreikning-
ar á efnismagni hinna tunglanna þriggja reyndust
hins vegar nærri lagi. Sé eðlisþyngd tunglanna
fjögurra (þ. e. stóru tunglanna) reiknuð út, sést,
að hún fer minnkandi með aukinni fjariægð frá Júpí-
ter. íó, sem er innst, hefur eðlisþyngdina 3,48. Þá
kemur Evrópa, með eðlisþyngd 3,07, Ganýmede með
eðlisþyngd 1,93 og loks Kallistó með minnsta eðlis-
þyngd, 1,65. Tunglin hljóta því að vera afar ólík
að innri gerð.
Eins og fyrr segir fór Pioneer 10 fram hjá Júpí-
ter hinn 3. desember 1973. Aðdráttarafl Júpíters
varð til að breyta stefnu flaugarinnar og hraða,
þannig að hún verður nú fyrsti hlutur gerður af
mannahöndum, sem yfirvinnur aðdráttarafl sólkerf-
isins og yfirgefur það. Árið 1976 verður Pioneer
10 kominn út fyrir braut Satúrnusar, og árið 1979
út fyrir braut Úranusar. Verður þá ekki lengur unnt
að greina útvarpsmerki frá flauginni vegna fjar-
lægðar hennar frá jörðu.
Marsflaugar í hópferð.
Á tímabilinu frá 21. júlí til 9. ágúst 1973 var
fjórum geimflaugum skotið upp frá skotstöðinni
í Baikonur í Kasakhstan í Sovétríkjunum. Flaugar
þessar báru heitið Mars og voru aðgreindar með töl-
(152)