Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 155
unum 4, 5, 6 og 7. Nafnið gaf til kynna hvert ferð-
inni væri heitið. I Almanaki Þjóðvinafélagsins 1973
var allítarlega greint frá ferðum bandarískra og
sovéskra geimflauga til Mars árið 1971 og þeim
ríkulega árangri, sem þá náðist. Mars var næst
jörðu í ágúst 1971; það gerist með rúmlega tveggja
ára millibili, og kom því ekki á óvart að tækifærið
skyldi notað aftur árið 1973. Sovésku flaugunum
var ætlað svipað hlutverk og Marsflaugunum 1971,
að fara á braut um reikistjörnuna og koma hylki
niður á yfirborð hennar. Sú breyting hafði þó verið
gerð á áætluninni, að verkefninu var skipt á milli
flauganna. Mars 6 og Mars 7 áttu að fara fram
hjá reikistjörnunni og láta lendingarhylki falla nið-
ur í leiðinni, en Mars 4 og Mars 5 var ætlað að fara
á braut um reikistjörnuna, kanna hana nánar og
endurvarpa merkjum frá hylkjunum.
Því miður tókst þessi umfangsmikla tilraun ekki
eins vel og vonir stóðu til. Mars 4 kom að reiki-
stjörnunni 10. febrúar 1974, en vegna bilunar tókst
ekki að hemla flauginni, svo að hún fór fram hjá
án þess að komast á braut um reikistjörnuna. Bet-
ur gekk með Mars 5 sem kom til Mars tveimur
dögum síðar. Komst hún á braut eins og til var
^etlast. Næst í röðinni var Mars 7, sem flutti með
sér lendingarhylki eins og fyrr segir. Flaugin komst
1 námunda við reikistjörnuna hinn 9. mars, en svo
úla tókst til, að lendingarhylkið losnaði of snemma
írá flauginni og fór fram hjá Mars í 1300 km fjar-
lægð.
Mars 6 kom á áfangastað þremur dögum síðar og
rak þar með lestina. í þetta sinn gekk allt samkvæmt
áætlun; lendingarhylkinu var skotið frá flauginni
°g því stefnt mjög skáhallt niður að yfirborði Mars.
(153)