Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Síða 156
Þótt gufuhvolf Mars sé afar þunnt, mátti með lagni
nýta loftmótstöðuna til að hægja á hylkinu og var
það gert. Vegna hraðans hitnaði hitahlíf hylkisins
upp í 1000 stig. Eftir að dregið hafði úr ferðinni var
fallhlíf látin spennast út, og sveif hylkið síðan áfram
í rúmar tvær mínútur. Merki frá hylkinu voru end-
ursend til jarðar frá móðurflauginni Mars 6, sem
þá var á leiðinni út í geiminn aftur. Af einhverjum
ástæðum hættu merki að berast rétt áður en hylkið
lenti á yfirborði Mars, að því er sovéskir vísinda-
menn telja. Þrátt fyrir það fengust ýmsar mark-
verðar upplýsingar. Loftþrýstingurinn við yfirborð
á lendingarstaðnum reiknaðist um 6 millibar, sem
er álíka og þrýstingurinn í gufuhvolfi jarðar í 35
km hæð. Þessi niðurstaða er í góðu samræmi við
fyrri mælingar. Athugun á vatnsinnihaldi gufu-
hvolfsins gaf til kynna, að það væri mjög breyti-
legt, og yfir sumum svæðum fannst mun meiri
raki en áður hafði mælst, eða sem svaraði 0,06 milli-
metrum úrkomu. Þótt talan sé ekki há, svarar hún
þó til þess að hálfur desilítri vatns sé yfir hverj-
um fermetra lands. Þá fannst vottur af ózóni í gufu-
hvolfi Mars. Segulmælingar staðfestu fyrri niður-
stöður þess efnis að Mars hefði segulsvið, en afar
veikt, nær þúsund sinnum veikara en segulsvið
jarðar.
Bæði Mars 4 og Mars 5 tóku myndir af reikistjöm-
unni. Landslag þar hefur valdið mönnum miklum
heilabrotum, einkanlega hlykkjóttir farvegir sem
helst virðast vera eftir rennandi vatn. Ef þessir
farvegir væru mjög gamlir, ættu þeir að vera máðir
af veðrun eða fylltir af sandi, því að miklir sand-
stormar geisa á Mars. Þvert á móti eru farvegimir
mjög greinilegir, og hefur verið giskað á, að þeir
(154)