Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 159
vísindamanna sem styðjast við mælitæki á jörðu
niðri. Þannig voru það útvarpsstjörnufræðingar sem
fundu með ratsjártækni, að snúningur Venusar um
möndul sinn er afar hægur; snúningstíminn er
hvorki meira né minna en átta mánuðir, þ. e. held-
ur lengri en umferðartími reikistjömunnar um sól-
ina.
Árið 1972 hafði tækninni fleygt svo fram, að út-
varpsstjörnufræðingar gátu gefið grófa mynd af
landslagi Venusar imdir skýjahulunni. Bestur ár-
angur náðist þegar tveir útvarpssjónaukar í Gold-
stone-stöðinni í Kaliforníu voru tengdir saman og
þeim beint í áttina að Venusi. Aftur og aftur voru
merki send út í geiminn og tölva notuð til að rann-
saka og skýra dauft endurvarpið frá reikistjörn-
unni. Smám saman fékkst mynd af nærfellt milljón
íerkílómetra svæði kringum miðbaug reikistjörn-
unnar. Unnt var að greina drætti sem voru innan
Við 10 km í þvermál, og hæðarmun, ef hann nam
200 metrum. Niðurstaðan varð sú, að hæðarmunur
væri hvergi meiri en 1000 metrar, en yfirborðið virt-
ist þakið gígum sem voru allt að því 200 km í þver-
mál sumir hverjir.
Mælingar úr geimflaugum hafa sýnt að yfirborð
Venusar er mjög heitt, um 450°C, og því ekki líf-
Vænlegt. Hitanum veldur sennilega hið þykka gufu-
hvolf, sem að mestu leyti er úr koldíoxíði og varð-
Veitir einkar vel þann varma sem frá sólinni berst.
Loftþrýstingurinn við yfirborð er um 100 loftþyngd-
m jarðar, eða álíka og þrýstingurinn neðansjávar á
þúsund metra dýpi.
Menn höfðu lengi velt því fyrir sér hvaða efni
myndi vera í skýjunum sem umlykja Venus. Frosið
koldíoxíð virðist ekki koma til greina, til þess var
(157)