Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 162
um sem teknar voru í venjulegu ljósi. Er það í sam-
ræmi við þá reynslu sem menn hafa af myndatök-
um frá jörðu, en ástæðan er ókunn.
Mariner 10 fann mikið af vetni efst í gufuhvolfi
Venusar, en auk þess helín og nokkuð af ildi.
í ljós kom, að Venus er miklu nær því að vera
hnattlaga en jörðin, sem er talsvert flöt til pólanna
vegna snúningsins. Venus virðist ekki hafa nokkurn
vott af segulsviði, ef marka má segulmælingar Mar-
iners 10 sem voru enn nákvæmari en mælingar fyrri
flauga.
Þegar Mariner 10 fór fram hjá Venusi átti hann
eftir tveggja mánaða ferð til Merkúríusar, sem var
aðalskotmarkið eins og fyrr segir. Miðað við jörð-
ina og Venus, sem eru áþekkar að stærð, er Merk-
úríus mjög smávaxinn. Þvermál hans er aðeins 4880
km, 38 prósent af þvermáli jarðar. Þótt hann hafi
ekkert gufuhvolf, hefur reynst mjög erfitt að sjá
yfirborð hans greinilega í sjónauka, vegna þess
hve nærri sól hann gengur. Það var því ekki fyrr
en ratsjártæknin kom til sögunnar, að mönnum
tókst að ákvarða möndulsnúningshraða Merkúríus-
ar, sem reyndist 59 dagar.
Áður er sagt frá því hvernig þróun ratsjártækn-
innar gerði útvarpsstjörnufræðingum kleift að
greina yfirborðsdrætti á Venusi gegnum skýja-
þykkni reikistjörnunnar. Síðla árs 1972 var sömu
tækni beitt til að kanna Merkúríus. Úrvinnsla mæl-
inganna tók marga mánuði, og það var ekki fyrr en
í febrúar 1974 að niðurstöðurnar voru birtar, ein-
mitt í þann mund er Mariner 10 var að nálgast
Merkúríus. Niðurstöðurnar voru á þá leið, að yfir-
borð Merkúríusar væri þakið gígum. Þetta kom
ekki beinlínis á óvart eftir þá vitneskju sem menn
(160)