Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 163
höfðu fengið um yfirborð Mars og Venusar. Rat-
sjármælingarnar bentu til þess, að meðalþvermál
gíganna væri 50 km og þeir stærstu allt að 500 km
í þvermál. Eitt fjall reyndist 1300 metra hátt, og
í heild virtist reikistjarnan mun ósléttari en Venus.
Mesti hæðarmunur (frá hæsta til lægsta flatar)
mældist 5 km.
Mariner 10 var kominn í grennd við Merkúríus
síðari hluta marsmánaðar 1974. Með stýrisflaugum
voru gerðar smávægilegar breytingar á brautinni,
svo að flaugin færi ekki of langt frá reikistjöm-
unni. Hinn 29. mars sveif Mariner 10 fram hjá
Merkúríusi 800 km frá næturhlið hnattarins. Úr
meiri fjarlægð náðust myndir af björtu hliðinni;
myndimar voru alls um 2000 og flestar mjög skýr-
ar. Vom þær teknar gegnum sjónauka í flauginni
og sýndu yfirborðsdrætti sem vom innan við kíló-
metra í þvermál. Um 40% af yfirborði hnattarins
sást á myndunum, þar af 25% greinilega.
Við fyrstu sýn er Merkúríus svo líkur tunglinu
að furðu sætir. Gígar eru þar af öllum stærðum,
svo og stórvaxnar hringlaga myndanir. Ein þeirra,
sem skírð hefur verið Calorisdæld, er risavaxin,
um 1300 km í þvermál, en auk hennar eru fjöl-
margar hringmyndanir yfir 200 km í þvermál. Á
Merkúríusi sjást þó ekki skýrt mörkuð, tiltölulega
slétt svæði á borð við „höfin“ svonefndu á tungl-
inu. Hins vegar er þar að finna sérkennilega, langa
kamba og aðra landslagsdrætti, sem tunglfræðing-
um koma ókunnuglega fyrir sjónir. Þessi munur er
athyglisverður, en hann breytir ekki þeirri stað-
reynd að Merkúríus er líkari tunglinu ásýndum
en nokkur önnur reikistjarna (ef frá er talinn Plútó,
sem lítið er vitað um).
(161) ii