Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 167
hafi endur fyrir löngu þegar Merkúríus hafði hrað-
ari möndulsnúning. Hver sem niðurstaðan kann að
verða um þetta atriði, bendir segulsviðið til þess að
Merkúríus hafi a. m. k. einhvern tíma haft fljót-
andi kjarna sem leitt hafi rafstraum, og sá mikli
jámkjarni sem eðlisþyngdin gefur til kynna, fellur
vel inn í þessa mynd.
Nánari athugun á gígunum á yfirborði Merkúrí-
usar og samanburður við gíga á Mars og Venusi
mun ef til vill hjálpa til að leysa þá gömlu gátu
hvernig gígarnir á tunglinu hafi orðið til, en um
það hafa lengi staðið hatrammar deilur meðal
stjörnufræðinga. Meirihlutinn, og þá sérstaklega
bandarískir stjörnufræðingar, hefur verið þeirrar
skoðunar að þorri gíganna hafi myndast við árekst-
ur loftsteina, að líkindum á því- skeiði þegar reiki-
stjömurnar voru nýlega myndaðar úr frumþoku
sólkerfisins og enn var mikið af smærri brotum
á sveimi í kerfinu. Ötull minnihluti hefur hins veg-
ar mótmælt þessari kenningu og fært fram rök
fyrir því að gígamir séu einhvers konar eldvörp.
Þess er ekki að vænta að myndirnar frá Merkúrí-
usi leysi úr þessu deilumáli í einni svipan, en þegar
fram í sækir munu þær vafalaust reynast þungar
á metunum.
Samanborið við Mars sýnir Merkúríus lítil merki
veðrunar. Hafi hnötturinn nokkru sinni haft gufu-
hvolf, hefur það fljótlega týnst út í geiminn. Mæli-
tæki Mariners 10 greindu að vísu örlítinn vott af
loftkenndum efnum í grennd við reikistjörnuna,
en svo lítið, að varla er réttnefni að kalla það gufu-
hvolf. Var þar aðallega um helín að ræða, svo og
neon. Ekkert rafhvolf fannst umhverfis Merkúríus
og engin eiginleg geislabelti, en rafagnir sem þang-
(165)