Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 168
að berast með sólvindinum, virðast þó á einhvern
hátt fá aukna orku þegar þær streyma fram hjá.
Meðan Mariner 10 var í grennd við Merkúríus
var hann látinn svipast um eftir hugsanlegum smá-
tunglum, sem kynnu að fylgja reikistjörnunni. Á
mælitækjum sem næm voru fyrir útfjólubláu ljósi,
kom fram ljósdepill sem athygli manna beindist
að. Var í fyrstu talið að þarna væri fundið lítið
tungl, en við nánari athugun féllu menn frá þeirri
skýringu. Álíta sumir að þetta hafi verið fasta-
stjarna (61 Crateris), en aðrir segja málið óupp-
lýst. Fljóthuga fréttasmalar komu því hins vegar
í heimsfréttirnar, að tungl hefði fundist hjá Merk-
úríusi. Fréttin birtist 1. apríl og reyndist því hálf-
gert aprílgabb, þótt slíkt væri ekki ætlun þeirra
sem að fréttinni stóðu. Endanleg niðurstaða þeirra
sem rannsakað hafa gögn frá Mariner 10 er sú, að
fylgihnettir Merkúríusar, ef einhverjir eru, geti ekki
verið meira en 5 kílómetrar í þvermál.
Að endingu má geta þess að braut Mariners 10
var svo haganlega valin að hann átti leið fram hjá
Merkúríusi í annað sinn hinn 21. september 1974.
Ætlunin var að reyna að ná fleiri myndum í það
sinn, einkanlega af suðurskauti reikistjörnunnar,
en þegar þetta er ritað hafa ekki borist fregnir um
hvort sú tilraun hefur heppnast.
Framtíðarhorfur.
Enginn vafi er á því, að haldið verður áfram
að senda geimflaugar til reikistjarnanna til að fá
svör við þeim mörgu spurningum sem ekki verður
svarað með athugunum frá jörðu. Nú þegar er önn-
ur flaug á leið til Júpíters og er væntanleg þangað
(166)