Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 170
Ævintýrið í Luzern
eftir Mark Twain
Örn Snorrason þýddi
Klukkan hálf átta á kvöldin fylltist hinn mikli
matsalur í Schweitzerhótelinu af ferðamönnum ým-
issa þjóða, og þá var ágætt tækifæri til að athuga
búningana, en andlitin sáust verr, því að matborðin
voru stór og löng. Á hinn bóginn var morgunverð-
ur borinn fram á kringlótt smáborð, og sá, sem var
svo heppinn að fá borð í miðjum sal, hafði gnægð
andlita til að einblína á, urmul af fólki á alla vegu.
Við Harris skemmtum okkur oft við að giska á
þjóðemið, og það gekk bara vel. Stundum reyndum
við líka að geta okkur til um nöfnin á fólkinu, en
það mistókst venjulega, enda þarf eflaust miklu
meiri æfingu til slíks en við höfðum aflað okkur. Við
gáfumst því von bráðar upp á þessari tegund ágisk-
ana og skemmtum okkur við aðrar léttari. Einn
morgun sagði ég við Harris:
„Jæja, nú er kominn dálítill hópur af amerískum
ferðamönnum."
„Já, gettu frá hvaða ríki,“ sagði Harris.
Ég gat upp á einu ríki og Harris auðvitað öðru,
en svo vorum við alveg sammála um, að unga stúlk-
an, sem var ein í hópnum, væri reglulega lagleg og
vel klædd, Við vorum á öðru máli um aldurinn.
(168)