Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Side 171
Harris fullyrti, að hún væri tvítug, en ég, að hún
væri átján ára. Þetta jókst orð af orði, og það var
farið að hitna í báðum, þegar ég sagði við hann
svona í hálfkæringi:
„Jæja, það er aðeins ein leið til þess að skera úr
þessu. Það er best, að ég fari og spyrji hana.“
„Já, hvað annað? Auðvitað gerirðu það. Þú þarft
ekki annað en segja þetta vanalega: „Ég er Amer-
íkumaður," og þá tekur hún auðvitað fagnandi á
móti þér,“ sagði Harris meinvættislega, og svo lét
hann á sér skilja, að það væri svo sem ekki nein
stórhætta á því, að ég hefði kjark í mér til þess
að tala við stúlkuna.
Ég sagði þá við hann: „Jæja, áðan sagði ég nú
þetta svona hinsegin, ég ætlaði aldrei að framkvæma
þetta, en nú sé ég, að þú heldur, að ég sé einhver
heigull. Heldurðu, að ég sé hræddur við kvenfólk?
Nei, nú fer ég og tala við stúlkuna." Svo skálmaði
ég af stað.
Það, sem ég ætlaði að gera, átti ekki að vera nein-
um erfiðleikum bundið. Ég ætlaði að ávarpa hana
ákaflega kurteislega og biðja hana afsökunar, ef
það væri misgáningur hjá mér, en hún væri svo
ákaflega lík stúlku, sem ég hefði einu sinni þekkt.
Þegar hún segði, að nafnið, sem ég nefndi, væri alls
ekki sitt, ætlaði ég enn að biðja margfaldrar af-
sökunar, hneigja mig og fara, og þá var enginn
skaði skeður og allt í lagi. Ég gekk að borðinu
þeirra, hneigði mig fyrir karlmanninum, sem sat
við hliðina á stúlkunni, sneri mér svo að henni og
var í þann veginn að byrja á ræðustúfnum, þegar
hún hrópaði upp yfir sig:
„Já, ég vissi, að það var rétt hjá mér! Ég sagði
Jóni, að það væruð þér, en hann hélt ekki. Ég vissi,
(169)