Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Qupperneq 173
gæra, hreinasta eyðimörk. Ég mundi alls ekkert.
Skynsamlegast hefði auðvitað verið að gefast upp
og kannast við allt saman, en ég gat ekki fengið
það af mér, því að stúlkan hafði hælt mér svo mik-
ið fyrir glöggskyggnina að þekkja sig aftur. Ég
hélt því áfram inn í myrkviðinn, í von um rjóður,
en það varð hreinasta tálvon. Hin óþekkta hélt áfram
þessum glaðlegu samræðum.
„Vitið þér, að Georg giftist Maríu, eftir allt sam-
an?“ '
„Ha, nei gerði hann það?“
„Já, það gerði hann vissulega. Og hann sagðist
álíta, að það væri ekki hægt að ásaka hana neitt
að ráði, heldur föður hennar. Haldið þér það ekki
líka?“
„Jú, það var allt karlinn, það var alltaf augljóst,
enda sagði ég það alltaf.“
„Ha? Nei, þér sögðuð það ekki alltaf, a. m. k.
ekki þetta sumar.“
„Nei, nei, það er satt, það var ekki það sumar,
það er alveg rétt hjá yður. Það var veturinn eftir,
sem ég sagði það.“
„Jæja, eins og fór, þá var alls ekki hægt að ásaka
Maríu. Það var allt föður hennar að kenna og gamla
Darley."
Það var nauðsynlegt að segja eitthvað, svo að
ég sagði:
„Mér þótti Darley nú alltaf leiðinlegur.“
„Já, það var hann, en þeim þótti nú samt sem
áður alltaf vænt um hann, þó að hann væri með
alls konar sérvisku. Eins og þér munið, var hann
alltaf að reyna að komast inn í húsið, þegar heitast
var.“
Nú fór mér ekki að lítast á blikuna, því að eng-
(171)