Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Side 174
um blöðum var um það að fletta, að Darley var
ekki maður, heldur einhver allt önnur skepna, ef til
vill hundur, jafnvel fíU. En af því að flestar skepn-
ur hafa nú eitthvað dinglandi aftan á sér, vogaði
ég mér að segja:
„Já, og taglhalinn, ég meina rófan, sem hann
hafði, hún var ógurleg.“
„Rófan! Hann, sem hafði þúsund.“
Þetta var óskaplegt. Ég vissi hvorki upp né nið-
ur, svo að ég sagði:
„Já, það var nú aldrei hægt að saka hann um
rófuleysi, hann Darley karlinn, nei, það var nú ekki
hægt.“
„Nei, það var ómögulegt. Sem negri hafði hann
meira en nóg af þeim, þó að hann væri geggjaður.“
Ekki bötnuðu horfumar við þessar upplýsingar,
og ég sagði við sjálfan mig: „Hún þagnar þó ekki
þarna og ætlast til að ég taki við! Það væri voða-
legt, því að ekki get ég haldið uppi samræðum um
einhvern geggjaðan negra með þúsund rófur, nema
hafa til þess langan tíma til undirbúnings. Þetta
er svo stórkostlegt umræðuefni, að--------“
Þarna slitnaði hugsanaþráðurinn, því að nú tók
hún enn til máls, til allrar hamingju.
„Já, og harmagráturinn í honum og allar sorg-
arsögurnar, ef einhver nennti að hlusta. Honum
leið svo sem nógu vel, þar sem hann var, en hann
vildi þó helst vera inni hjá fjölskyldunni. Honum
var líka fyrirgefið allt, af því að hann hafði bjarg-
að lífi Tomma einhvern tíma fyrir löngu. Þér mun-
ið eftir Tomma?“
„Já, prýðilega. Góður náungi, Tommi.“
„Já, það var hann, ágætur. Ó, hvað barnið hans
var líka yndislegt!"
(172)