Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Síða 175
„Hverju orði sannara. Ég hef aldrei séð fallegra
barn.“
„Ó, ég hafði svo gaman af að kjá framan í það
og leika mér við það.“
„Já, það hafði ég líka.“
„Þér skírðuð það. Hvað hét það nú aftur? Ég get
ómögulega munað það.“
Nú var ég kominn út á hálasta ís í heimi — og
hann næfurþunnan. Ég mundi hafa lagt mikið 1
sölumar til að fá að vita, hvers kyns krakkinn hafði
verið, en svo var ég svo heppinn, að mér datt í hug
nafn, sem gat dugað á bæði strák og stelpu, —
svo að ég lét það gossa.
„Ég skírði það Frances."
„Já, eftir einhverjum ættingjum, auðvitað. En
þér skírðuð líka hitt barnið, þetta, sem dó. Ég sá
það aldrei. Hvað hét það nú aftur?“
Nú hafði ég ekkert nafn á takteinum, sem var
annað eins þing og Frances, en af því að barnið var
dautt og hún hafði aldrei séð það, var reynandi að
slumpa til upp á von og óvon, og það gerði ég.
„Ég skírði það bam Tómas Hinrik.“
„Það var undarlegt, mjög undarlegt," sagði sú
óþekkta og virtist hugsandi.
Ég sat magndofa og sveittur af örvæntingu. Þó
var ég ekki úrkula vonar um að slampast einhvem
veginn fram úr þessu, ef ég gæti bara sloppið við
fleiri börn og nafnagiftir. En það var ekki gott
að vita, hvar hún bæri niður næst. Hún virtist enn-
þá vera að hugsa um Tómas Hinrik heitinn, en svo
tók hún til aftur:
„Mér þótti afar leitt, að þér skylduð fara í burtu
þarna um árið, því að ég ætlaði að fá yður til að
skíra barnið mitt.“
(173)