Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Síða 176
„Bamið yðar! Emð þér giftar?“
„Ég hef nú verið gift í þrettán ár.“
„Fermdar, eigið þér við.“
„Nei, ég er gift. Ungi maðurinn, sem situr við
hliðina á yður, er sonur minn.“
„Það er þó alveg lífsins ómögulegt! Þér verðið
að afsaka, ef ég er ókurteis, en viljið þér gjöra svo
vel að segja mér, hvort þér eruð nokkuð meira en
18 ára, ég meina, viljið þér segja mér, hve gamlar
þér emð.“
„Ég varð nítján ára daginn, sem brotsjórinn tók
bátana, eins og við vorum að tala um áðan. Það
var á afmælisdaginn minn.“
Ég varð ekki miklu nær, því að ekkert vissi ég,
hvenær þessi atburður hafði átt sér stað. Ég reyndi
að láta mér detta í hug eitthvert vanalegt umræðu-
efni, svo að ég gæti dregið athyglina frá minning-
unum, en ég var einhvern veginn alveg bit. Mér
kom í hug að segja við hana: „Þér hafið bara ekk-
ert breyst síðan þá,“ en það var of hættulegt. Einnig
datt mér í hug að segja: „Þér emð miklu fallegri
nú en þegar ég sá yður síðast,“ en ég þorði ekki
heldur að láta það fara. Ég var rétt í þann veg-
inn að lauma að athugasemd um veðríð, mér til
bjargar, en hún varð á undan.
„En hve ég hef haft gaman af að rifja upp minn-
ingarnar frá þessum gömlu, góðu dögum. Hafið þér
ekki líka haft gaman af því?“
„Jú, ég hef aldrei lifað stund, sem kemst í hálf-
kvisti við þessa,“ sagði ég hrærður, og ég hefði
getað bætt við, án þess að misþyrma sannleikan-
um, að heldur vildi ég láta hausskera mig og maga-
draga en lifa aðra eins. Ég var sæll og glaður yfir
(174)