Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Qupperneq 178
„Nú, hvers vegna það?“
„Jú, þegar foreldramir minnast á barnið núna,
kalla þeir það alltaf Súsönnu Amelíu.“
Þetta keflaði mig gjörsamlega. Ég kom upp engu
orði. Ég vildi heldur ekki grípa til ósanninda, svo
að ég sat þarna álútur eins og kvikindi, —- og það
snarkaði í mér, því að ég var að stikna til dauða í
skömmustuglóð minna eigin kinna. En allt í einu
skellti stúlkan upp úr og sagði:
„Jæja, mér hefur nú þótt mjög gaman að rifja
upp þessar gömlu minningar, en það er ekki hægt
að segja það sama um yður. Ég sá mjög brátt, að
þér létust bara þekkja mig, svo að hólið þarna fyrst
var alveg óþarft. Já, ég ákvað að veita yður ráðn-
ingu, og það hefur tekist vonum framar. Mér þótti
gaman að sjá, hvað þér könnuðust vel við Georg,
Tomma og Darley, því að aldrei hef ég heyrt þeirra
getið áður, og mér þótti líka vænt um að fá að
heyra nöfnin á þessum ímynduðu börnum. Það er
alveg vandalaust að afla sér ýmissa upplýsinga hjá
yður, sé notuð rétt aðferð. María er til, og einu sinni
tók brotsjór bátana, — en allt hitt er uppspuni og
vitleysa. María er systir mín og heitir fullu nafni
María Scott. Munið þér nú hver ég er?“
„Já, nú man ég eftir yður,“ sagði ég. „Þér eruð
alveg eins harðbrjósta og þér voruð fyrir þrettán
árum á skipinu, því að annars mynduð þér ekki
hafa leikið mig svona grátt. Þér hafið ekkert breyst,
ekki einu sinni í útliti, þér eruð alveg eins ungleg-
ar og þá og ennþá fallegri, og svo eigið þér þarna
ljómandi myndarlegan son. Að svo mæltu legg ég
til, að gengið sé til sátta á þeim grundvelli, að ég
kannist við að hafa beðið ósigur."
(176)