Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Qupperneq 180
„Já, það er auðvitað alveg hárrétt. Hún hefur
orðið ákaflega þakklát, þegar bráðókunnugur mað-
ur ræðst að henni með aðra eins spurningu. Auð-
vitað. En hvað gerðir þú svo?“
„Nú, ég rétti þeim höndina, og allir tóku í hana.“
„Já, ég held ég hafi séð það. Ég trúði ekki mín-
um eigin augum. Tókstu nokkuð eftir því, að karl-
mennirnir væru að kreppa hnefana eða brýna hníf-
ana, ha?“
„Nei, ég gat ekki annað séð en að þeim þætti öll-
um vænt um að sjá mig og kynnast mér.“
„Já, og trúðu mér, þetta er rétt hjá þér. Fólkið
hugsaði nefnilega eitthvað á þessa leið: „Þarna
kemur viðundur, sem hefur sloppið úr gæslu í fjöl-
leikahúsinu, og nú skulum við skemmta okkur.“
Þetta er einmitt skýringin á móttökunum. Jæja,
ég sá þig setjast, en var þér boðið sæti?“
„Nei, mér var nú eiginlega ekki boðið, en ég fann,
að fólkið ætlaðist samt til þess, að ég fengi mér
sæti.“
„Einmitt það, já. Ég skil. Þú ert næmur á tilfinn-
ingar annarra, og þér skjátlast ekki. Jæja, hvað
gerðist fleira? Um hvað talaðir þú?“
„Nú, ég spurði stúlkuna, hvað hún væri gömul.“
„Ha, gerðirðu það? Það var mjög nærgætnislegt
og kurteislegt. Nei, áfram með söguna, blessaður,
haltu áfram. Þú mátt ekkert tillit taka til svipsins
á mér, því að svona verð ég alltaf, þegar ég er inni-
lega glaður og ánægður. Já, áfram með frásögnina.
Sagði hún þér, hvað hún væri gömul?“
„Já, það gerði hún eins og skot. Hún sagði mér
líka allt um móður sína og ömmu, heilmikið um
aðra ættingja sína og öll ósköp um sjálfa sig.“
„Sagði hún þér þetta að fyrra bragði?“
(178)