Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Side 182
að við værum tveir af þessari tegund. — Ætlar
það að dvelja hérna lengi?“
„Nei, það fer núna kl. 3.“
„Jæja, ég veit um einn mann, sem er innilega
þakklátur forsjóninni. En hvernig veistu, að það
fer? Spurðirðu að því?“
„Nei, fyrst grennslaðist ég eftir ferðaáætlunum
þeirra svona yfirleitt, og þau sögðust ætla að vera
hérna í vikutíma og ferðast um í grenndinni, en
rétt áður en ég kvaddi, sagði ég, að við tveir mynd-
um gjarnan vilja slást í hópinn, og ég bauðst til þess
að sækja þig og kynna þig fyrir þeim, en þá kom
eitthvert hik á þau, og þau spurðu, hvort þú værir
frá sömu stofnun og ég. Þegar ég sagði svo vera,
sögðust þau hafa breytt áætlun og þyrftu nú endi-
lega að heimsækja lasna frænku sína í Síberíu.“
„Þar tókstu heimsmetið! Þú ert nú sá mesti bölv-
aður heimskingi og grasbítur, sem nokkurn tíma
hefur lifað á þessari jörð. Ég skal gróðursetja rab-
arbara á leiðinu þínu og setja á það hrosslegg fyrir
minnisvarða, ef ég lifi lengur. Því heiti ég. Svo
fólkið vildi vita, hvort ég væri frá sömu „stofnun-
inni“ og þú. Veistu, við hvað það átti ?“
„Nei, það veit ég ekki. Ég gleymdi að spyrja að
því.“
„Jæja, þá get ég sagt þér það. Það átti við spítala,
vitlausraspítala. Skilurðu nú? Það er auðheyrt, að
það heldur, að við séum báðir vitfirringar. Skamm-
astu þín nú ekki?“
„Ja, ég veit ekki. Ég vissi ekki, að ég væri að
gera neitt illt af mér. Ég ætlaði ekki að koma okkur
í neina bölvun. Þetta var allra besta fólk, og því
virtist líka vel við mig.“
Harris strunsaði burt bölvandi og sagðist ætla að
(180)