Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Page 185
Fjarlægasti himindepillinn.
Svo sem kunnugt er virðast flestar stjömuþokur
(vetrarbrautir) vera að fjarlægjast jörðina, og með
þeim mun meiri hraða sem þær eru lengra í burtu.
Þetta ráða menn af svonefndu rauðviki Ijóssins
sem frá stjömuþokunum berst, og er almennt litið
svo á, að fyrirbærið stafi af útþenslu alheimsins.
Mesta rauðvikið hefur mælst í ljósi svonefndra dul-
stima (kvasar) sem mjög hafa verið rannsökuð á
síðasta áratug. Þótt enn sé ekki fullvíst hvers eðlis
dulstirnin eru, hallast æ fleiri stjörnufræðingar að
þeirri skoðun að þau séu kjarnar í fjarlægum
stjörnuþokum á sérstöku þróunarstigi. Meðan þetta
þróunarskeið stendur yfir, gerast hamfarir í kjarna
stjörnuþokunnar sem leiða til geysimikils útstreym-
is ýmiss konar geislunar. Kjarninn verður því afar
bjartur og sést lengra að en venjuleg stjörnuþoka.
Nýlega voru birtar niðurstöður mælinga á rauð-
viki ljóss frá dulstiminu OQ 172 sem er í stjörnu-
merkinu hjarðmanninum (Bootes). Dulstirni þetta
lítur út eins og dauf stjarna á 18. birtustigi og sést
því aðeins á ljósmyndum sem teknar hafa verið
gegnum stóra stjörnusjónauka. Rauðviksmælingar
sýna, að hver ljósbylgja frá dulstirninu er 350%
lengri en eðlilegt getur talist, en það svarar til þess,
að dulstirnið sé að fjarlægjast jörðina með hraða
sem er 90% af hraða ljóssins eða þar um bil. Eftir
þessu að dæma, er þetta daufa dulstirni fjarlæg-
asti depillinn, sem menn hafa greint á himinhvolf-
inu hingað til.
Þegar rauðvikið er orðið svona geysilega mikið,
er erfitt að ráða fjarlægðina af því einu saman, og
hið sama gildir raunar um hraðann; niðurstaðan
(183)