Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1975, Qupperneq 189
Endimörk vaxtarins
Hiö íslenzka þjóðvinafélag gefur nú út ritið ENDIMÖRK
VAXTARINS, en það kom fyrst út í Bandaríkjunum 1912
undir heitinu LIMITS TO GROWTH. Það hefur síðan verið
þýtt á um 20 tungumál og prentað í ncer tveimur milljón-
um eintaka, enda vakið hvarvetna mikla athygli og unv-
rceöur.
Boðskapur ritsins er í senn brýnn og vafningalaus:
„Mannkynið fær ekki ætlað sér þá dul að margfaldast
ffleð sivaxandi hraða og láta efnislegar framfarir sitja I
fyrirrúmi án þess að rata í ógöngur á þeirri vegferð."
Þannig farast framkvæmdanefnd Rómarsamtakanna
orð í upphafi þessa rits, en samtökin fólu sumarið 1970
nokkrum visindamönnum við Tækniháskólann í Massa-
chusetts að kanna slíka höfuðþætti sem fólksfjölda, mat-
vælaframleiðslu, iðnvæðingu, mengun og notkun auðlinda,
sem verða ekki endurnýjaðar.
Vísindamennirnir gerðu sér svokallaða heimsimynd, þar
sem reynt er að sjá fyrir hinar alvarlegu afleiðingar,
verði þessir þættir látnir vaxa viðstöðulaust, en jafn-
framt er í ritinu bent á leiðir út úr ógöngunum, sýnt,
hversu hverfa megi markvisst og skipulega af braut óða-
vaxtar og snúa á leið til allsherjarjafnvægis.
Það verður að visu ekki auðvelt, en mannkynið á — að
dómi vísindamannanna — í rauninni ekki annarra kosta
völ.
I bókarlok kemst framkvæmdanefnd Rómarsamtakanna
svo að orði:
„Síðasta hugsunin, er við viljum hreyfa að þessu sinni,
er sú, að maðurinn verður að grannskoða sjálfan sig —
markmið sín og mat á hlutunum — engu síður en þá
veröid, er hann hyggst breyta. Að hvoru tveggja þessu
verkefni verður að ganga af óbilandi eldmóði. Vandinn
er ekki einungis sá, hvort manneskjunni verði lífs auðið
til frambúðar, heldur miklu fremur, hvort hún fái lifað
af án þess að rata í vesöld, er geri lífið ekki þess virði að
lifa þvi.“
Þorsteinn Vilhjálmsson og Finnbogi Guðmundsson þýddu
ritið, en það er alls 240 blaðsíður. Margar skýringarmynd-
ir eru í ritinu.
Verð til félagsmanna kr. 1.570,00.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins