Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Side 62
MYRKVAR 1979
Sólmyrkvar
1. Almvrkvi á sólu 26. febrúar. Almyrkvinn sést í Bandaríkjunum.
Kanada og á Grænlandi. í Reykjavík sést deildarmyrkvi sem hefst
kl. 17 00 og er ekki lokið þegar sól sest (kl. 18 41). Þegar myrkvinn
er mestur, kl. 17 59, hylur tungl 77% af þvermáli sólar. Tunglið
færist yfir sólina frá vestri til austurs og byrjar að sjást neðan til
hægra megin á sólskífunni („kl. 4“ ef sólinni er líkt við klukkuskífu).
Þeir sem ætla að fylgjast með myrkvanum eru alvarlega varaðir
við að horfa beint í sólina með sjónauka eða berum augum nema
ljósið sé mjög mikið deyft, t.d. með dökkri fílmu. Ef sjónauki er
notaður, er best að láta hann varpa mynd af sólinni á hvitt spjald,
sem haldið er í dálítilli fjarlægð, og skarpstilla síðan sjónaukann
uns myndin verður skýr.
2. Hringmyrkvi á sólu 22. ágúsi. Sést á Suðurskautslandinu og (sem
deildarmyrkvi) í S.-Ameríku.
Tunglmyrkvar.
1. Deildarmyrkvi á tungli 13.-14. mars. Hálfskugginn (daufur) byrjar
að færast yfir tunglið að kvöldi 13. mars kl. 18 11, tæpri klukku-
stund áður en tungl kemur upp í Reykjavík (kl. 19 04). Alskugg-
inn fer að færast inn yfir rönd tunglsins kl. 19 29, en þá er tunglið
rétt komið upp fyrir sjóndeildarhring í austri. Þegar myrkvinn
nær hámarki, kl. 21 08, nær alskugginn yfir 86% af þvermáli tungls.
Tungl er laust við alskuggann kl. 22 47 og við hálfskuggann kl. 00 05
(14. mars).
2. Almyrkvi á tungli 6. september. Sést ekki hér á landi.
Stjömumyrkvar.
Stjörnumyrkvi verður þegar tungl gengur fyrir stjörnu frá jörðu séð.
Hverfur þá stjarnan bak við austurrönd tungls en kemur aftur í ljós
við vesturröndina. Að jafnaði sést fyrirbærið aðeins í sjónauka.
í töflunni á næstu síðu eru upplýsingar um alla helstu stjörnumyrkva
sem sjást munu hér á landi árið 1979. Tímarnir, sem gefnir eru upp
á tíunda hluta úr minútu, eru reiknaðir fyrir Reykjavík. Annars staðar
á landinu getur munað nokkrum mínútum. Með birtu er átt við birtu-
stig stjörnunnar, sbr. bls. 70. í aftasta dálki sést hvort stjarnan er að
hverfa (H) eða birtast (B) og hvar á tunglröndinni það gerist. Tölurnar
merkja gráður sem reiknast frá norðurpunkti tunglsins (næst pól-
stjörnunni) rangsælis. 0° er nyrst á tunglinu, 90' austast, 180 syðst og
270° vestast.
Nöfn stjarnanna eru flest dregin af heitum stjörnumerkja eða númeri
í stjörnuskrá. Þannig merkir Y Taur stjörnuna Gamma (grískur bók-
stafur) í stjörnumerkinu Taurus (Nautið). ZC 3461 merkir stjörnu nr.
3461 í skránni Zodiacal Catalogue.
(60)