Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 65
Satúrnus (h) er áberandi á næturhimninurri í byrjun árs, en kemur
ekki upp fyrr en nokkuð er liðið á kvöld (um kl. 22 30 í Reykjavík).
Eftir því sem á veturinn líður, sést hann fyrr á kvöldin, og frá 19.
febrúar er hann á lofti allar stundir þegar dimmt er. Hinn 1. mars er
Satúrnus í gagnstöðu við sól og þá í hásuðri um lágnættið, hátt á lofti.
Er hann síðan kvöldstjarna til vors. Þegar dimmir að hausti er Satúrnus
of nærri sól til að unnt sé að sjá hann. Hinn 10. september gengur
hann handan við sól og fer að sjást sem morgunstjarna í lok mánaðar-
ms. Þá verður hann kominn í 8° hæð í austri frá Reykjavík í birtingu
en hækkar ört og fjarlægist sól og verður áberandi sem morgunstjarna
Það sem eftir er ársins
Satúrnus er í ljónsmerki framan af árinu en gengur í meyjarmerki
seint í október og er þar til ársloka. í góðum sjónauka sjást hinir frægu
nringir, sem auðkenna Satúrnus frá öðrum reikistjörnum. Halli hring-
anna í átt frá jörðu er aðeins 4° í ársbyrjun og fer ört minnkandi. Hinn
• október verður hallinn að engu orðinn og hringirnir sjást því á rönd.
þretur þá orðið erfitt að greina þá i sjónaukum. Eftir það fer norður-
mið hringanna að sjást (í stað suðurhliðar áður) og verður halli þeirra
seð frá jörðu tæpar 2° í árslok.
Stærsta tungl Satúrnusar, Títan, sést í litlum stjörnusjónaukum.
“irtustig þess í gagnstöðu er nálægt +8,5.
Elranus ($) er i vogarmerki allt árið og því lágt á lofti. Þar sem birtu-
stlg hans er aðeins +5,5 er erfitt að sjá hann án sjónauka. Hann er í
gagnstöðu við sól 10. maí og sést því best síðari hluta vetrar. Eftir-
‘arandi tafla sýnir stöðu LJranusar í stjörnulengd (a) og stjörnubreidd
; ) °g hvenær hann er í hásuðri frá Reykjavík, en þá er hann hæst
a lofti, um 8° yfir sjónbaug og kominn upp fyrir rúmlega þremur
stundum.
I suðri a 5 / suðri a 6
í Rvík t m o i Rvík t m o
jan. 09 55 15 09 -17,3 1. maí 02 02 15 08 -17,2
febr. 07 58 15 14 -17,6
niars 06 09 15 15 -17,7 1. des. 12 09 15 20 -18,1
apríl 04 04 15 12 -17,5 31. des. 10 18 15 27 -18,5
Neptúnus (Vþ) er í merki naðurvalda allt árið, mjög sunnarlega í
So brautinni og því lágt á lofti og erfitt að sjá hann frá íslandi. Birtu-
stlg hans er um +8 svo að hann sést aldrei án sjónauka.
Plútó (E) er allt árið í meyjarmerki. Birtustig hans er nálægt +14
sv° ab hann sést aðeins í góðum stjörnusjónaukum.
(63)