Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 80
Afl.
1 vatt (W) = það afl sem skilar vinnunni 1 júl á hverri sek. W = J/s.
1 kílógramm(kraft)-metri á sekúndu (kgm/s) = 9,80665 W.
1 hestafl (metrakerfíshestafl) = 75 kgm/s = 735,5 W.
1 hestafl (Br. og U.S.) = 745,7 W.
1 hestafl (rafvélahestafl, Br. og U.S.) = 746 W.
Rafstraumur.
1 amper (A) = sá straumur sem þyrfti að vera í óendanlega löngum,
örmjóum beinum vír, til þess að hann verkaði á hvern lengdar-
metra af öðrum straumi jafnmiklum í sams konar vír samsíða
hinum í 1 metra fjarlægð í tómu rúmi með kraftinum 2 -10'7
njúton, þegar báðir straumarnir eru stöðugir.
Rafspenna.
1 volt (V) = spennumunurinn milli tveggja staða í leiðara sem 1 ampers
jafnstraumur fer um, þegar orkutapið milli staðanna er 1 vatt.
V = W/A.
Rafviðnám.
1 óm (ohm, íi) = viðnámið milli tveggja staða í leiðara ef spennu-
munurinn 1 volt milli staðanna skapar strauminn 1 amper þar,
þegar svo háttar til, að engin íspenna myndast í leiðaranum sjálfum.
íi= V/A = W/A2.
Viðnám í 1 m af koparvír, 1 mm2 í þverskurð, við 0°C = 0,016 Q.
Rafhleðsla.
1 kúlomb (coulomb, C) = rafhleðslan sem straumurinn 1 amper flytur
framhjá hverjum stað í leiðara á hverri sek. C = A • s.
1 amper-stund (Ah) = 3600 kúlomb.
1 rafeindarhleðsla = 1,60 10'19 kúlomb.
Rafrýmd.
1 farad (F) = rýmd þéttis sem þarf hleðsluna 1 kúlomb (á hvort skaut)
til að spennumunurinn milli skautanna verði 1 volt. F = C • V.
Segulstyrkur.
1 tesla (T) = segulstyrkurinn hornrétt á beinan vír sem straumurinn
1 amper fer um, þegar krafturinn frá segulsviðinu er alls staðar
jafn og nemur 1 njúton á hvem metra vírsins. T = N/(A m).
1 gauss (G) = 10~* tesla.
1 gamma (y) = 10~5 gauss = 10~9 tesla.
Styrkur jarðsegulsviðsins á íslandi = um 5 • 10-s tesla.
Segulflæði.
1 veber (weber, Wb) = það segulflæði sem liggur gegnum 1 fermetra
flatar þegar segulstyrkurinn hornrétt á flötinn er alls staðar 1 tesla.
Wb = T m2 = N-m/A.
(78)