Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 86
Hornafirði nokkuð af eldi. 10. marz stórskemmdist hús í
Þorlákshöfn af sprengingu. 15. marz varð sprenging í vél-
bátnum Boða við bryggju í Þorlákshöfn, og brann hann og
eyðilagðist, og slasaðist þar maður. 26. marz stórskemmdust
sum húsin í Bemhöftstorfunni í Reykjavík af eldi. 27. apríl
brann veiðarfærageymsla í Keflavík. 20. maí brann íbúðar-
húsið á Hesteyri í Mjóafirði eystra. 1. júlí kviknaði í húsi við
Laufásveg í Reykjavík, og fórst þar kona. 5. júlí varð mikil
sprenging í húsi Sölufélags garðyrkjumanna við Miklatorg í
Reykjavík, og olli hún talsverðu tjóni. 15. júlí kom upp eldur
í íbúðarhúsi við Keilufell í Reykjavík, og fórst þar maður. 15.
júlí brann hús í Keflavík, bjargaðist fólk þar naumlega, en
verðmætt bókasafn eyðilagðist. 29. júlí stórskemmdist gam-
alt íbúðarhús í Stykkishólmi af eldi, og bjargaðist fólk þar
naumlega. 15. ágúst skemmdist hús verzlunarinnar Geysis
við Aðalstræti í Reykjavík af eldi. 31. ágúst brann skreiðar-
geymsla í Bolungarvík, og varð þar mikið tjón. 7. september
brann íbúðarhús á Urðarbaki í Vesturhópi, og bjargaðist fólk
þar nauðulega. 16. september skemmdist jámsmiðja Kaup-
félags Rangæinga á Hvolsvelli af eldi. 18. september sprakk
flugeldaverksmiðja á Akranesi, og fórst þar einn maður, en
annar slasaðist og lézt nokkrum dögum síðar, og skemmdir
urðu á nálægum húsum, bílum og bátum. Nokkrir hey-
brunar urðu um haustið. 23. september brann viðbygging við
hús Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands á
Melunum í Reykjavík, og brunnu þar mjög verðmætar
reikni- og skrifstofuvélar í eigu Reiknistofnunar Háskólans.
25. september stórskemmdist íbúðarhús í Keflavík af eldi, og
bjargaðist fólk með naumindum. 5. október brann hús í
Eyvindarholti í Kelduhverfi. 9. október urðu nokkrar
skemmdir af eldi í skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ. 15.
nóvember stórskemmdist skuttogarinn Arnar frá Skaga-
strönd í höfn á Akureyri. 20. nóvember skemmdist kexverk-
smiðjan Frón í Reykjavík nokkuð af eldi. 10. desember
brann hesthús og hlaða í Austurkoti í Flóa, og brunnu átta
hross þar inni. 17. desember skemmdist hús við Þingholts-
stræti í Reykjavík af eldi, og fórst þar maður. 28. desember
(84)