Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Side 87
skemmdist trésmíðaverkstæði Keflavíkurbæjar af eldi. 29.
desember brann bifreiðaverkstæði Kaupfélags Langnesinga
á Þórshöfn, og varð þar mikið tjón. 31. desember brenndust
fjórir menn í álverksmiðjunni í Straumsvík við sprengingu.
31. desember skemmdist íbúðarhús á Akureyri af eldi.
Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt út 502 sinnum á árinu (352
sinnum árið áður). Hafinn var undirbúningur að því að
koma á fót skóla fyrir slökkviliðsmenn.
Búnaður.
Vegna þess, hve hey frá sumrinu 1976 voru léleg, þurftu
bændur að kaupa mikið af kjarnfóðri á útmánuðum og undir
vorið. Tún spruttu seint, og hófst sláttur víðast hvar ekki fyrr
en í júlí, en að lokum varð grasspretta góð víðast hvar. Miklir
óþurrkar voru í júlí og fram í ágúst nema á Norðausturlandi,
en þar var heyskapartíð ágæt. í ágúst komu góðir þurrka-
kaflar. Varð heyfengur að lokum mjög góður. Grasköggla-
framleiðslan átti við nokkra erfiðleika að etja vegna inn-
flutnings erlends kjamfóðurs. Var graskögglaframleiðslan
8083 lestir (árið áður 7536), grasmjölsframleiðslan um 300
lestir (331), heykögglaframleiðslan 531 lest (431). Kornrækt
var aðeins stunduð á tveimur stöðum, á Sámsstöðum og
Þorvaldseyri í Rangárvallasýslu. Var kornuppskeran um 12
lestir. Kartöfluuppskeran var 76,417 tunnur (árið áður um
69,182). Var hún ágæt við Eyjafjörð, góð í Austur-Skafta-
fellssýslu, en fremur léleg víðast hvar á Suðurlandi og brást
nær alveg í Þykkvabæ. Gulrófnauppskera varð 6536 tunnur
(7922). Tómatauppskera var 408 lestir (336), gúrkuuppskera
396 lestir (323), hvítkálsuppskera 272 lestir (255), gulróta-
uppskera 100 lestir (90) og blómkálsuppskera 45 lestir (44).
Nýrækt var 3078 hektarar (3193). Mikið var unnið að
landgræðslu og skógrækt. Haldið var áfram að dreifa áburði
og fræjum úr flugvélum. Aðalfundur Skógræktarfélags ís-
lands var haldinn á Laugarvatni í júní. Berjaspretta var mjög
rýr sunnan- og suðvestanlands, en allgóð sums staðar í
öðrum landshlutum. Yfirleitt spruttu krækiber betur en blá-
ber. Fluttar voru inn 630 dráttarvélar (árið áður 493). 150
(85)