Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 92
bjömsson skipaður prófessor við guðfræðideild Háskóla
Islands.
Nokkrir Islendingar voru ráðnir til starfa erlendis, einkum
í þróunarlöndunum.
[13. desember 1976 var Ingimar Sigurðsson skipaður
deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. 28.
desember 1976 var séra Gísli Kolbeins skipaður sóknar-
prestur í Stykkishólmsprestakalli. 29. desember var séra
Sigfús J. Ámason skipaður sóknarprestur í Sauðárkróks-
prestakalli].
Fulltrúar erlendra ríkja.
Sendiherrar: 2. febrúar afhenti nýr sendiherra Pakistans,
S. M. Hussein, forseta Islands skilríki sín. Nýr sendiherra
Belgíu, C. P. A. H. de Faveaux, afhenti skilríki sín í marz. 27.
apríl afhenti nýr sendiherra Sviss, H. C. Cramer, skilríki sín.
14. júní afhenti nýr sendiherra Tyrklands, E. Emer, skilríki
sín. Nýr sendiherra Austurríkis, dr. E. Luegmayer, afhenti
skilríki sín 20. júlí. Sama dag afhenti nýr sendiherra Dan-
merkur, J. A. W. Paludan, skilríki sín. Sama dag afhenti
sendiherra Mongólíu, D. Tzerendonov, skilríki sín. 21.
september afhentu fjórir nýir sendiherrar skilriki sín. Þeir
voru: J. B. Zakbar erkibiskup, sendiherra Vatíkansins, F. J.
Reino, sendiherra Portúgals, H. M. Al-Nakib, sendiherra
íraks, og J. P. Lopez, sendiherra Mexikó. 11. október afhentu
sendiherra Austur-Þýzkalands, W. Krause, og sendiherra
Ghana, S. M. Ado-Ampona, skilríki sín.
Rœðismenn: 8. júlí var A. J. Croddy viðurkenndur vara-
ræðismaður Bandaríkjanna í Reykjavík. 27. júlí var M.
Kendall viðurkenndur ræðismaður Bretlands í Reykjavík.
12. ágúst var C. M. Konner viðurkenndur ræðismaður
Bandaríkjanna í Reykjavík. 29. september var T. J. Scanlon
viðurkenndur ræðismaður Bandaríkjanna í Reykjavík. 6.
október var Gunnar Ragnars viðurkenndur vararæðismaður
Noregs á Akureyri.
(90)