Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 93
Heilbrigðismál.
Ekki kvað mikið að farsóttum á árinu. Veirupest í
öndunarfærum gekk á útmánuðum. Inflúensa gekk allvíða
tvo síðustu mánuði ársins. Salmonellabakteríur, sem valda
dlkynjaðri magaveiki, fundust víða hér á landi einkum á
Reykjavíkursvæðinu. Lyfjabúðir tóku til starfa í Hveragerði
og á Höfn í Hornafirði. Skortur á hjúkrunarfólki olli ýmsum
vandræðum á sjúkrahúsum, og einnig var skortur á heimil-
islæknum í Reykjavík. Um 15.000 Reykvíkingar höfðu enga
heimilislækna. Fyrsta heilsugæzlustöð í Reykjavík var opnuð
í Arbæjarhverfi í apríl, og unnið var að byggingu heilsu-
gæzlustöðva víða um land. í Landspítalanum tók til starfa
göngudeild fyrir fólk með of háan blóðþrýsting. Hjúkrunar-
heimilið í Hafnarbúðum í Reykjavík var ekki tekið í notkun
nema að nokkru leyti. Ný sjúkrabifreið var tekin í notkun á
Suðurnesjum. Fyrstu geðhjúkrunarfræðingarnir, sem stund-
uðu nám hér á landi, voru útskrifaðir í janúar. Manneldisráð
opnaði skrifstofu í Reykjavík um haustið. Hún hóf rann-
sóknir á neyzluvenjum bama í Reykjavík, og er það upp-
hafið á allsherjarrannsókn á neyzluvenjum íslendinga.
Áróðursherferð gegn offitu var háð í útvarpi og blöðum
síðari hluta árs. Árið var alþjóðlegt giktarár, og var í því
sambandi mikið unnið að málum giktarsjúklinga. Hafin var
víðtæk könnun á astma- og ofnæmissjúkdómum hér á landi.
Stofnað var Blæðingarsjúkdómafélag fslands, samtök blæð-
ingarsjúklinga. Stofnuð voru landssamtök til að vinna að
málefnum þroskaheftra, Þroskahjálp. Fyrsti hnykklæknir
eða kírópraktor hér á landi tók til starfa í Reykjavík.
I marz var Svanlaug Árnadóttir kjörin formaður Hjúkr-
unarfélags fslands, en Ingibjörg Helgadóttir lét af störfum. í
september var Ólafur Mixa kjörinn formaður Rauða kross
fslands, en Björn Tryggvason lét af störfum. Gísli Sigur-
bjömsson forstjóri og Helga Níelsdóttir ljósmóðir voru sæmd
heiðursmerki Rauða kross íslands. Bjarney Samúelsdóttir
hjúkrunarkona hlaut orðu Florence Nightingale, æðsta
heiðursmerki hjúkrunarfólks í heiminum.
(91)