Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Qupperneq 94
Heimsóknir.
í janúar kom varaforseti Bandaríkjanna, Walter Mondale,
við á Keflavíkurflugvelli og ræddi við forsætisráðherra
íslands. Borgarstjórinn í Dyflinni, J. Mitchell og frú hans,
heimsóttu Reykjavík í febrúarlok í boði borgarstjómar.
Framkvæmdanefnd Alþjóðasamvinnumálasambandsins
hélt fund í Reykjavík í marz. Karin Söder utanríkisráðherra
Svíþjóðar kom i opinbera heimsókn til íslands dagana
21. —22. marz. Arne Næss, heimskunnur heimspekingur frá
Ósló, flutti fyrirlestra hér á landi í marz. Fundur utanríkis-
ráðherra Norðurlanda var haldinn í Reykjavík í marz.
Trygve Bratteli, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, heim-
sótti ísland í marz í tilefni af degi Norðurlanda. Danska
skáldið Thorkild Bjornvig heimsótti ísland í apríl. Þing leik-
listarskóla á Norðurlöndum var haldið í Reykjavík í apríl.
Aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, Zemskov, heim-
sótti ísland í apríl. Forseti Alþjóðarotaryhreyfingarinnar, R.
A. Manchester, heimsótti ísland í apríl. Norræn ráðstefna
um kvikmyndagerð var haldin i Reykjavík í apríl. A. Ishkov,
sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna, heimsótti ísland í apríl.
Utanríkisráðherra Irlands, Garret Fitzgerald, kom í opin-
bera heimsókn til íslands dagana 4.-7. maí. Forsætisráð-
herra Kanada, Pierre Trudeau, kom í opinbera heimsókn til
íslands dagana 5.-6. maí. I júní var haldin í Reykjavík
alþjóðleg ráðstefna um umhverfismál, og sóttu hana t.d.
Nóbelsverðlaunahafamir Linus Pauling og Jan Tinbergen.
Þing norrænna brunavarða var haldið í Reykjavík í júní.
Fundur sjónvarpsstarfsmanna á Norðurlöndum var haldinn
á Húsavík í júní. Rúmlega eitt hundrað norskir bændur og
eiginkonur þeirra heimsóttu fsland í júní. R. Au, heimsfor-
seti Junior Chamber, heimsótti ísland í júní. Ársfundur
norrænna rithöfunda var haldinn í Reykjavík í júní.
Tónlistarhátíð norræns æskufólks var haldin í Reykjavík í
júní. Þing norrænna hótelstjóra og veitingamanna var haldið
í Reykjavík í júní. Norrænt þing um vandamál í sambandi
við notkun áfengis og fíkniefna var haldið í Reykjavík í júní.
(92)