Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 96
lands og frú hans komu í opinbera heimsókn til íslands
15.—17. júlí, og heimsóttu þau m.a. Vestmannaeyjar. Forseti
Evrópuráðsins, K. Czemetz, heimsótti ísland í júlí.
Alexander Haig, yfirhershöfðingi Nato, heimsótti Island í
júlí. Þing heymleysingja meðal ellilífeyrisþega á Norður-
löndum var haldið í Reykjavík í júlí. Hópur ungra norr-
ænufræðinga frá Norðurlöndum dvaldist hér á landi í júlí á
vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Aðalfundur samtaka ,
ungs fólks úr miðflokkum Norðurlanda var haldinn hér á
landi í júlí. Þing Alþjóðasambands esperantista var haldið í
Reykjavík um mánaðamótin júlí—ágúst, og sóttu það um
1200 manns frá 40 löndum. Aðalframkvæmdastjóri Menn-
ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco), dr. A.
M. M’Bow frá Senegal, heimsótti ísland um mánaðamótin
júlí — ágúst. Norrænir myndlistarkennarar héldu þing á
Laugum í S.-Þing. í ágúst. Norrænir kristnir menningardagar
voru haldnir í Reykjavík í ágúst, og um sama leyti var
stjómarfundur norrænu kirkjustofnunarinnar haldinn á
Akureyri. Þing fræðslustjóra höfuðborga Norðurlanda var
haldið í Reykjavík í ágúst. Karl krónprins Breta dvaldist við '
laxveiðar í Vopnafirði í ágúst. O. Oksnes, landbúnaðarráð-
herra Noregs, kom í opinbera heimsókn til íslands í ágúst.
Þing bílgreinasambanda Norðurlanda var haldið í Reykjavík
í ágúst. Ráðstefna norðurbyggða Norðurlanda (Norður-
kolluráðstefna) var haldin í Reykjavík í ágúst. Urho
Kekkonen, forseti Finnlands, kom í opinbera heimsókn til
íslands dagana 10,—12. ágúst, og eftir að henni lauk dvaldist
hann tvo daga hér á landi við laxveiðar. I fylgd með for-
setanum var utanríkisráðherra Finnlands, P. Vayrynin, og
fleiri háttsettir finnskir embættismenn. 1 ágúst var norræn
menningarvika í kaupstöðum á Norðurlandi, og komu
þangað margir listamenn frá hinum Norðurlöndunum-
Zontaklúbbar Norðurlanda héldu þing í Reykjavík í ágúst.
Ræðismenn íslands erlendis héldu þing í Reykjavík í ágúst.
Samband verksmiðjuverkafólks á Norðurlöndum hélt þing á
Húsavík í ágúst. Þing samvinnutryggingarmanna á Norður-
löndum var haldið í Reykjavík í ágúst. Samtök um vestræna
(94)