Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 97
samvinnu héldu þing í Reykjavík í ágústlok. Vinnuveit-
endasamtök verzlunarinnar á Norðurlöndum héldu þing i
Reykjavík í ágústlok. Þing sérfræðinga á Norðurlöndum um
tölvustýrða röntgenskoðun var haldið í Reykjavík í ágústlok.
Rannsóknaráð á Norðurlöndum héldu þing í Reykjavík um
mánaðamótin ágúst—september. Þing norrænna tauga- og
heilaskurðlækna var haldið í Reykjavík um mánaðamótin
ágúst—september. Hópur grænlenzkra kvenna heimsótti ís-
land i september. Forsætisráðherra Svía, Thorbjörn Falldin,
og frú hans, komu í opinbera heimsókn til Islands dagana
4.-7. september. í september komu Baldvin Belgíukon-
ungur og Fabíóla drottning hans við á Islandi á leið til
Kanada og heimsóttu forseta íslands á Bessastöðum.
Vestur-þýzk þingmannanefnd heimsótti Island í september.
Norðurlandamót í hárgreiðslu og hárskurði var haldið í
Reykjavík i september. Var þá jafnframt keppni í hár-
greiðslu. Hópur af kínversku mennta- og listafólki heimsótti
Island í september. Þing Alþjóðahafrannsóknastofnunar-
innar var haldið í Reykjavík í september, og sóttu það um
200 erlendir fulltrúar. Samtök, sem berjast fyrir stofnun
allsherjarríkis (International association for federal union)
héldu þing í Reykjavík í september. Samvinnunefnd um
norrænar landbúnaðarrannsóknir hélt fund á Húsavík í
september. Alþjóðleg kristileg skiptinemasamtök héldu þing
* Skálholti í september. Píanóleikarinn heimsfrægi, Rudolf
Serkin, hélt tónleika í Reykjavík í október. I nóvember var
haldin í Reykjavík ráðstefna, sem fjallaði um atburði á
mörkum eðlisfræðinnar. Samtök ungra jafnaðarmanna á
Norðurlöndum gengust fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um auð-
lindir hafsins, sem haldin var í Reykjavík í nóvember. Fjár-
málaráðherrar Norðurlanda héldu fund í Reykjavík í
nóvember.
íbúar íslands.
1. desember 1977 var íbúatala íslands 222,470 (1. desem-
ber 1976: 220,918). Af þeim vorukarlmenn 112,262 (111,540)
(95)