Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 104
Frímerki voru flutt út fyrir 77.5 millj. kr. (60.2), gömul skip
fyrir 1038.1 millj. kr. (718.5) og gamlir málmar fyrir 78.9
millj. kr. (65.9).
íþróttir.
Badminton. Meistaramót íslands í badminton var haldið í
Reykjavík í apríl. Sigurður Haraldsson varð íslandsmeistari í
karlaflokki, en Lovísa Sigurðardóttir í kvennaflokki. Lands-
leikur milli íslendinga og Færeyinga fór fram í Reykjavík um
mánaðamótin marz —april, og unnu íslendingar. íslendingar
tóku þátt í badmintonmótum á Norðurlöndum. Rafn
Viggósson var endurkjörinn formaður Badmintonsambands
fslands.
Blak. íslandsmót í blaki var háð í marz, og varð Þróttur
íslandsmeistari i karlaflokki, en Iþróttafélag Menntaskólans
á Akureyri í kvennaflokki. Tveir landsleikir milli íslendinga
og Færeyinga voru háðir í Reykjavík í desember, og unnu
Islendingar báða leikina.
Borðtennis. íslandsmót í borðtennis var háð í Reykjavík
um mánaðamótin apríl—maí. Gunnar Finnbjörnsson varð
íslandsmeistari í karlaflokki, en Ásta Urbancic í kvenna-
flokki. Landskeppni milli íslendinga og Færeyinga fór fram í
Reykjavík í febrúar, og unnu fslendingar. Islendingar tóku
þátt í heimsmeistaramóti í Birmingham um mánaðamótin
marz — apríl, urðu í neðsta sæti í karlaflokki, en næstneðsta í
kvennaflokki. fslendingar tóku þátt í Norðurlandakeppni í
Svíþjóð í október og urðu í neðsta sæti. Afmælismót Borð-
tennissambands íslands var haldið í Reykjavík í nóvember
og mættu þar keppendur frá hinum Norðurlöndunum.
Bridge. Á íslandsmótinu í apríl sigraði sveit Hjalta Elías-
sonar í sveitakeppninni. Hörður Arnþórsson og Þórarinn
Sigþórsson sigruðu í tvímenningskeppni, en Jóhann Jónsson
í einmenningskeppni. íslenzka landsíiðið tók þátt í Evrópu-
keppni á Helsingjaeyri í ágúst og varð í 16. sæti af 22.
Fallhlifarstökk. íslandsmót i fallhlífarstökki fór fram á
Melgerðismelum í Eyjafirði í ágúst, og varð Sigurður Bjark-
lind Islandsmeistari.
(102)