Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 105
Fimleikar. Islandsmót í fimleikum var haldið í Reykjavík í
marz, og varð Sigurður T. Sigurðsson Islandsmeistari í
karlaflokki, en Berglind Pétursdóttir og Karólína Valtýs-
dóttir í kvennaflokki (jafnar). Bikarkeppni Fimleikasam-
bands Islands fór fram í febrúar, og varð Ármann íslands-
meistari í karlaflokki, en Gerpla í Kópavogi í kvennaflokki.
Mikil fimleikasýning var haldin í Laugardalshöllinni í
Reykjavík snemma í desember.
Frjálsíþróttir. Meistaramót íslands í frjálsíþróttum innan-
húss fór fram í Reykjavík í febrúar. Nokkur ný Islandsmet
voru sett þar. í febrúar sigraði Lilja Guðmundsdóttir í 800
metra hlaupi á norska innanhússmótinu í frjálsíþróttum í
Ösló. í marz tók Hreinn Halldórsson þátt í frjálsíþróttamóti
innanhúss í San Sebastian á Spáni og varð Evrópumeistari í
kúluvarpi innanhúss, varpaði kúlunni 20.59 metra. Hreinn
keppti á frjálsíþróttamóti í Englandi í maí og varð í öðru sæti
í kúluvarpi. Landskeppni í kastgreinum frjálsíþrótta milli
Islendinga og Dana fór fram í Reykjavík í júní og einnig
landskeppni unglingaliða þjóðanna. Islendingar unnu 27:17,
en í unglingakeppninni varð jafntefli 10:10. Frjálsíþrótta-
landslið íslendinga í karla- og kvennaflokki tók þátt í und-
ankeppni Evrópulandsliða í Kaupmannahöfn í júnílok.
Karlaliðið keppti við Dani, Portúgala, íra og Lúxemborgara,
en kvennaliðið við Norðmenn, Portúgala og Grikki. íslenzka
karlaliðið varð í 4. sæti, en kvennaliðið í 3. sæti. íslenzkt
frjálsíþróttafólk tók þátt í alþjóðlegu móti í Helsinki um
mánaðamótin júní—júlí. Þar varð Hreinn Halldórsson í 3.
sæti í kúluvarpi. Elías Sveinsson varð Islandsmeistari í tug-
þraut. íslenzka kvennalandsliðið í frjálsíþróttum tók þátt í
undankeppni Evrópukeppninnar í Dyflinni í júlí. Það keppti
þar í átta landa keppni og varð í neðsta sæti. Norðurkollu-
keppnin (kalottkeppnin) fór fram í Sotkamo í Finnlandi í
júlí. Þar kepptu Islendingar, Norður-Norðmenn,
Norður-Svíar og Norður-Finnar. Islenzka karlaliðið varð í
þriðja sæti, en kvennaliðið í öðru sæti. Finnar sigruðu í
báðum flokkunum. Islendingar tóku þátt í Norðurlanda-
keppni í tugþraut karla og fimmtarþraut kvenna í Danmörku
(103)