Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 106
í júlílok. Urðu þeir í neðsta sæti í báðum greinunum, en Elías
Sveinsson varð fjórði í tugþrautinni. Meistaramót Islands í
frjálsíþróttum utanhúss fór fram í Reykjavík í ágúst. Svo-
nefndir „Reykjavíkurleikar“ i frjálsíþróttum fóru fram í
Reykjavík í ágúst, og kepptu þar ýmsir frægir erlendir
íþróttamenn. Voru þar sett ýmis ný vallarmet. íslendingar
háðu í september tugþrautarkeppni í London við B-lið Eng-
lands og Frakklands. íslendingar urðu í þriðja sæti, en Elías
Sveinsson náði beztum árangri einstaklinga. Fjögur íslenzk
böm, 11 og 12 ára, kepptu á Andrésar-Andarleikum í
Kóngsbergi í Noregi í september. Fjögur íslenzk börn, 13 og
14 ára, kepptu á Andrésar-Andarmóti í Karlstad í Svíþjóð í
september og hrepptu tvenn gullverðlaun, Stefán Stefánsson
í hástökki og Guðni Tómasson í 100 metra hlaupi. — Mörg
ný íslandsmet voru sett á árinu. Hreinn Halldórsson setti nýtt
íslandsmet í kúluvarpi, 21.09 m, og Óskar Jakobsson í spjót-
kasti, 76.32 m. Vilmundur Vilhjálmsson hljóp 200 metra á
21.3 sek. Auk þess setti Vilmundur nýtt heimsmet í 40 metra
hlaupi innanhúss, hljóp á 4.4 sek.
Glíma. Íslandsglíman var háð á Húsavík 30. april, og varð
Ingi Yngvason glímukappi íslands. Guðmundur Þorsteins-
son sigraði í Skjaldarglímu Ármanns í febrúar og Pétur
Yngvason í bikarglímu Islands um svipað leyti.
Golf. Golfmeistaramót íslands var haldið á Grafarholts-
velli í ágúst. Björgvin Þorsteinsson varð fslandsmeistari í
karlaflokki, Jóhanna Ingólfsdóttir í kvennaflokki. íslend-
ingar tóku þátt í Evrópukeppni unglinga í Noregi í júlí. Þeir
tóku einnig þátt í heimsbikarkeppni í Manila á Filippseyjum
í desember.
Handknattleikur. í handknattleik innanhúss varð Valur
íslandsmeistari í karlaflokki, en Fram í kvennaflokki. Valur
varð einnig íslandsmeistari í handknattleik utanhúss í
karlaflokki og Fram í kvennaflokki. f janúar voru háðir í
Reykjavík tveir landsleikir milli íslendinga og Pólverja.
Unnu Pólverjar fyrri leikinn, en íslendingar hinn síðari. í
janúar voru einnig háðir í Reykjavík tveir landsleikir milli
fslendinga og Tékka, og unnu Tékkar fyrri leikinn, en
(104)