Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Side 108
íþróttirfatlaðra. Nokkrir íslendingar tóku þátt í alþjóðlegu
íþróttamóti fatlaðra í Englandi í maí.
Júdó. Júdómeistaramót Islands fór fram í Reykjavík í
marz. Islendingar tóku þátt í Norðurlandamóti í Fredrikstad
í Noregi í marz. Þeir unnu Norðmenn, en töpuðu fyrir
hinum. Gísli Þorsteinsson og Halldór Guðbjömsson urðu
Norðurlandameistarar í sínum þyngdarflokkum og hlutu
gullverðlaun, en Svavar Carlsen og Viðar Guðjohnsen hlutu
silfurverðlaun. Alþjóðlegt júdómót var haldið í Reykjavík í
nóvember. Þar kepptu Danir, Japanir og Israelsmenn auk
Islendinga. Þar sigraði Gísli Þorsteinsson í sínum þyngdar-
flokki.
Knattborðsleikur (billiard). Ágúst Ágústsson varð íslands-
meistari. Mesta mót í knattborðsleik á Islandi til þessa fór
fram í Reykjavík í desember (firmakeppni).
Knattspyrna. Iþróttabandalag Akraness varð íslands-
meistari í knattspymu utanhúss í karlaflokki, en Breiðablik í
kvennaflokki. I knattspyrnu innanhúss sigraði Víkingur í
karlaflokki, en Breiðablik í kvennaflokki. Islenzka
unglingalandsliðið tók þátt í Evrópukeppni í Belgíu í maí.
Það gerði jafntefli við Grikki og Breta, en tapaði fyrir
Belgum. Landsleikur milli íslendinga og Norður-Ira var
háður í Reykjavík í júní, og unnu Islendingar 1:0. Lands-
leikur íslendinga og Norðmanna var háður í Reykjavík í
júní, og unnu íslendingar 2:1. Unglingalandslið Islendinga
og Færeyinga háðu landsleik í Keflavík í júlí, og unnu
íslendingar 5:2. Síðar í sama mánuði var annar landsleikur
unglingaliða þjóðanna háður í Þórshöfn, og unnu íslend-
ingar þar 1:0. Landsleikur Islendinga og Svía fór fram í
Reykjavík í júlí, og unnu Svíar 1:0. Unglingalandslið Is-
lendinga tók þátt í móti Norðurlanda og Vestur-Þýzkalands í
Noregi í júlí og varð í 5. sæti af 6.1 ágústlok háðu íslendingar
landsleik við Hollendinga í Nijmegen í Hollandi, og unnu
Hollendingar 4:1.1 september háðu Islendingar landsleik við
Belga í Briissel, og sigruðu Belgar 4:0. Landsleikur ís-
lendinga og Norður-íra var haldinn í Belfast í september, og
unnu Norður-Irar 2:0. Unglingalandslið íslands og Wales
(106)