Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 109
háðu landsleik í Reykjavík í október, og varð jafntefli 1:1.
Þessi lið háðu aftur landsleik í Wales í nóvember, og sigruðu
þá Islendingar 1:0. — 1 desember var Ellert Schram kjörinn
forseti Knattspyrnusambands Islands.
Körfuknattleikur. ÍR varð Íslandsmeistari í körfuknattleik.
íslendingar tóku þátt í Norðurlandamóti unglinga í Ósló í
janúar. Þeir unnu Norðmenn, en töpuðu fyrir Svíum,
Finnum og Dönum. Islendingar tóku þátt í Evrópumóti í
Englandi í apríl. Þar sigruðu þeir Portúgala, íra og Lúxem-
burgara, en töpuðu fyrir Englendingum og Austurríkis-
mönnum. Jón Sigurðsson og Pétur Guðmundsson voru
valdir meðal tíu beztu leikmanna á mótinu. Unglingalands-
lið Islendinga og Englendinga háðu tvo landsleiki hér á landi
í apríl og unnu Englendingar báða leikina.
Lyftingar. Islandsmótið var háð í Reykjavík í marz.
Norðurlandamót fór fram í Reykjavík í apríl. Þar hlutu
fslendingar tvenn gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein
bronzverðlaun. Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnars-
son urðu Norðurlandameistarar í sínum þyngdarflokkum.
Finnar urðu stigahæstir á mótinu. íslendingar tóku þátt í
Norðurlandamóti unglinga í Karlskrona í Svíþjóð í nóvem-
ber. Ýmis ný íslandsmet voru sett á árinu, einkum af Gústaf
Agnarssyni.
Rallý. Rallýkeppni eða torfæruakstur á bílum fór fram
nokkrum sinnum á árinu. Hin mesta þeirra var snemma í
október, og fór hún að nokkru leyti fram á öræfum og að
næturlagi. Var ekið nær 950 kílómetra. Bræðurnir Ómar og
Jón Ragnarssynir sigruðu í keppninni.
Ratleikur. Tekið var að stunda ratleik hér á landi, t.d. í
Hallormsstaðaskógi og í Öskjuhlíð í Reykjavík. Heims-
meistarinn í ratleik, Norðmaðurinn E. Johansen, heimsótti
ísland í ágúst til leiðbeiningar.
Skák. Skákþing Islendinga var haldið í Reykjavík um
vorið. Jón L. Árnason, 16 ára, varð Islandsmeistari í karla-
flokki, en Ólöf Þráinsdóttir í kvennaflokki og Jóhann
Hjartarson í unglingaflokki. Unglingameistaramót íslands
var haldið í Reykjavík í október, og varð Þorsteinn Þor-
(107)