Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 112
og Jón L. Árnason með lifandi skákmönnum á Melgerðis-
melum í Eyjafirði, og sigraði Guðlaug. í ágúst háðu Guðlaug
Þorsteinsdóttir og Ólöf Þráinsdóttir einvígi, og sigraði Ólöf
2lA:l'A. Ásgeir Þ. Árnason tók þátt í heimsmeistaramóti
unglinga í Innsbruck í september. Jón L. Ámason tók þátt í
heimsmeistaramóti unglinga 17 ára og yngri í Cagnes í
Frakklandi í september og varð heimsmeistari í þeim flokki
(sennilega fyrstur íslendinga til að verða heimsmeistari í
nokkurri grein). íslendingar tóku þátt í sex landa keppni
(Norðurlönd og Vestur-Þýzkaland) í Glúcksburg í Vest-
ur-Þýzkalandi í september. Þeir urðu í 3.-4. sæti, en Svíar
unnu mótið. Friðrik Ólafsson tók þátt í meistaramóti í Til-
burg í Hollandi í september. Skáksveit Flugleiða tók þátt í
Evrópukeppni flugfélaga í Vínarborg um mánaðamótin
september—október og varð í öðru sæti (þátttökusveitir 14).
Sveit Menntaskólans við Hamrahlíð tók þátt í skákmóti
framhaldsskóla á Norðurlöndum, sem haldið var í Thisted í
Danmörku í nóvember. íslendingar unnu mótið, sigruðu
allar hinar þjóðimar og fengu 12 vinninga af 15 mögulegum.
Guðmundur Sigurjónsson og Helgi Ólafsson tóku þátt í al-
þjóðlegu skákmóti í New York í desember. Jón L. Árnason
tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í Groningen í Hol-
landi í desember. Varð hann í 9. sæti (14 þátttakendur).
Á árinu tóku íslendingar þátt í 14 landa fjarritaskák-
keppni. Kepptu þeir í apríllok við Englendinga og fengu
báðir 4 vinninga, en íslendingar unnu á stigum. Um sumarið
kepptu þeir við Finna og unnu 4xk.:3Vi. Fyrsta bréfaskákþingi
Islendinga lauk á árinu, en það hófst 1975. Keppendur voru
50 í fjórum styrkleikaflokkum. I A-flokki urðu efstir og jafnir
Jón Pálsson og Kristján Guðmundsson. Sveit Landsbankans
sigraði í keppni stofnana. Einar S. Einarsson var endurkjör-
inn forseti Skáksambands Islands. Friðrik Ólafsson gaf kost
á sér til forsetaembættis Alþjóðaskáksambandsins, Fide, en
það kjör átti að fara fram á árinu 1978.
Skíðaiþrótt. I janúar sigraði Sigurður Jónsson í alþjóðlegri
svigkeppni á skíðamóti í Sviss. Varð fyrstur af 120 þátttak-
endum. Skíðamót bama (Andrésar-Andarmót) var haldið í
(110)