Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 113
Hlíðarfjalli við Akureyri í marz, og kepptu þar nær 300 böm
á aldrinum 7—12 ára. Skíðamót Islands var haldið á Siglu-
firði í apríl, og um leið var haldið þar skíðaþing og Hákon
Ólafsson endurkjörinn formaður Skíðasambands Islands.
Nokkrar nýjar skíðalyftur voru teknar í notkun, t.d. í
Bolungarvík og í Gönguskörðum (fyrir Skíðafélag Sauðár-
króks).
Sund. Sundmeistaramót íslands innanhúss var háð í
Reykjavík í marz, en sundmeistaramót utanhúss í Reykjavík
' júlí. Unglingameistaramót var háð í Vestmannaeyjum í
september. Nokkur ný íslandsmet voru sett á árinu. Átta
landa sundkeppni fór fram í Reykjavík í júlí (ísland, Nor-
egur, Skotland, Wales, Belgía, Sviss, Spánn, Israel). íslend-
ingar urðu í áttunda sæti, en Norðmenn sigruðu bæði í karla-
°g kvennaflokki. íslenzkt sundfólk tók þátt í Norðurlanda-
móti í Gladsakse í Danmörku í ágústlok, en hlaut engin
verðlaun.
Sundknattleikur. KR varð íslandsmeistari í sundknattleik.
Svifdrekakeppni. Fyrsta svifdrekakeppni á íslandi fór fram
* Hveradölum í ágúst, og varð Hálfdan Ingólfsson sigur-
vegari.
Landhelgismálið.
Leyfi Vestur-Þýzkalands til veiða í íslenzkri landhelgi rann
út 28. nóvember. Hættu skip þeirra þá veiðum, en nokkur
færeysk, norsk og belgísk skip höfðu leyfi út árið. Samningur
milli Færeyinga og íslendinga um gagnkvæmar veiðar var
gerður í febrúar og aftur í desember. Fengu Færeyingar leyfi
til að veiða ákveðið magn af loðnu í íslenzkri fiskveiðilög-
sögu, en íslendingar sama magn af kolmunna í færeyskri
fiskveiðilögsögu. Fulltrúar Efnahagsbandalags Evrópu
komu í júní til íslands til viðræðna um landhelgismál o.fl., en
samningar voru ekki gerðir. Ný landhelgisgæzluflugvél, Syn,
var tekin í notkun í febrúar.
Náttúra íslands.
Jarðhræringar voru á Kröflusvæðinu og í nágrenni þess
(111)