Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 114
mikinn hluta ársins. Nokkrir kippir voru þar fyrri hluta
janúar, og aðfaranótt 20. janúar voru þar snarpir jarð-
skjálftar. Voru þá starfsmenn virkjunarinnar fluttir á brott í
bili. Þá mynduðust sprungur og hverir í Gjástykki. 14.
febrúar fundust allmargir kippir í Núpasveit og Öxarfirði, og
fyrri hluta marz voru miklar jarðhræringar á Kröflusvæðinu.
27.-29. apríl voru miklar jarðhræringar á Kröflusvæðinu,
og þá varð gufugos og lítið hraungos norður af Leirhnúk.
Skemmdist þá hitaveitan í Reykjahlíðarhverfi, og skemmdir
urðu á Kísilgúrverksmiðjunni og íbúðarhúsum í hverfinu.
23. maí og næstu daga var ný skjálftahrina á Kröflusvæðinu.
í ágústbyrjun var órói í nánd við Leirhnúk, og 8. september
hófst þar smáeldgos, en því lauk daginn eftir. Urðu þá jarð-
skjálftar, sem ollu tjóni í Reykjahlíðarhverfi. Voru síðan
nokkrar jarðhræringar við norðanvert Mývatn allt haustið.
— Víðar á landinu varð jarðhræringa vart á árinu. 24. janúar
voru margir jarðskjálftakippir í Grímsey. 4. febrúar og næstu
daga á eftir voru margir snarpir jarðskjálftakippir í Hvera-
gerði og á Hengilssvæðinu. 24. marz voru snarpir kippir í
Mýrdal. 16. maí fundust margir allsnarpir jarðskjálftakippir
á Reykjanes- og Reykjavíkursvæðinu. 2. júní voru snarpir
jarðskjálftakippir í Mýrdalsjökli. 20. október voru jarð-
skjálftakippir á Suðvesturlandi. 28. desember fundust víða
um land jarðskjálftakippir, sem áttu upptök í Vatnajökli. 19.
desember hrundi stórt stykki af mold og grjóti (um 15.000
tonn) úr Heimakletti í Vestmannaeyjum, og varð af því
flóðbylgja, sem olli þó ekki tjóni. — Um mánaðamótin
janúar—febrúar voru mikil flóð í Þjórsá í Villingaholts-
hverfi, og voru bæir þar umflotnir um skeið. Hlaup kom í
Kolgrímu í Suðursveit í júlílok. I febrúar kom hlaup í Skaftá
og aftur í ágústlok. Seint í október kom hlaup í Súlu. —
23.-24. janúar ollu snjóflóð miklu tjóni á raflínum á
Austurlandi, og 5. febrúar féllu snjóflóð á raflínur í
Önundarfirði. 17. og 18. febrúargekk mikið þrumuveður yfir
Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjar, og laust þá eldingum
sums staðar niður í símalínur og ollu þær tjóni og slysum a
fólki. í apríllok féllu snjóflóð á Seyðisfirði og ollu tjóni á