Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 123
son, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnheiður Torfadóttir,
Rannveig Óladóttir, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigríður Braga-
dóttir, Sigríður I. Hákansson, Sigríður M. Sigurðardóttir,
Sigurgeir Þorbjörnsson, Snorri Sturluson, Soffía U. Björns-
dóttir, Sóley H. Þórhallsdóttir, Stefán Böðvarsson, Stefanía
Guðmundsdóttir, Svanhvít Magnúsdóttir, Unnur Ólafs-
dóttir, Valgerður Stefánsdóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir, Vil-
borg Aðalsteinsdóttir.
Nokkur erlend háskólapróf.
f júlí var Halldór Laxness kjörinn heiðursdoktor við
Edinborgarháskóla. 21. janúar varði Eyjólfur Busk tann-
læknir doktorsritgerð við háskólann í Bonn. Fjallaði hún um
tannlækningar með tilliti til sálarfræði barna. 15. febrúar
varði Magnús Gíslason doktorsritgerð við Uppsalaháskóla.
Fjallaði hún um kvöldvökuna og áhrif hennar í íslenzku
þjóðlífi. 25. maí varði Arnar Þorgeirsson læknir doktorsrit-
gerð við háskólann í Lundi. Fjallaði hún um ofnæmi af
völdum epoxyplastefna. í maí varði Örn Aðalsteinsson
doktorsritgerð við Massachusetts Institute of Technology.
Nefndist hún „Cell-free Synthesis of Adrenosine-Triphos-
phate (ATP) from Adrenosine“. 29. júní varði Guðlaugur
Þorbergsson doktorsritgerð í stærðfræði við háskólann i
Bonn. Fjallaði hún um vandamál í diffúrrúmfræði, 12. júlí
varði Magni Guðmundsson doktorsritgerð í hagfræði við
Manitobaháskóla í Winnipeg. Fjallaði hún um löggjöf í
Danmörku um einokun, hringamyndun og óeðlilega
ntarkaðsstarfsemi. 10. ágúst varði Kristján Árnason
doktorsritgerð við Edinborgarháskóla. Fjallaði hún um
hljóðdvalarbreytinguna í íslenzku. 15. ágúst varði Grímur Þ.
^aldimarsson doktorsritgerð við háskólann í Glasgow.
Fjallaði hún um árstíðabundnar breytingar á gerlaflóru í
fiskeldiskerum, einkum með tilliti til sýkla af ættkvíslinni
^ibrio. 16. september varði Svanur Kristjánsson doktorsrit-
gerð við Illinoisháskóla í Bandaríkjunum. Fjallaði hún um
sættir og ágreining í íslenzkum stjómmálum 1916—1944.
Seint á árinu varði Róbert Magnússon doktorsritgerð í