Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 124
rafmagnsverkfræði við háskólann í Atlanta í Bandaríkj-
unum. Fjallaði hún um notkun lasergeisla í sambandi við
minniskrystalla. I desember varði Þórólfur Þórlindsson
doktorsritgerð við Iowaháskóla í Bandaríkjunum. Fjallaði
hún um áhrif búsetu, stéttar og fjölskyldu á skilning 15 ára
unglinga á félagslegum samskiptum, málnotkun þeirra og
siðferðismati. 12. desember varði Eysteinn Sigurðsson
doktorsritgerð í norrænum fræðum við Lundúnaháskóla.
Fjallaði hún um erlend samtímayrkisefni í íslenzkri ljóða-
gerð á tímabilinu 1750— 1930.
Stúdentspróf. 1072 stúdentar voru brautskráðir á árinu
(árið áður 944). Af þeim voru 180 frá Menntaskólanum í
Reykjavík (185), 239 frá Menntaskólanum við Hamrahlíð
(227), 192 frá Menntaskólanum við Sund, sem áður hét
Menntaskólinn við Tjörnina (160), 114 frá Menntaskólanum
á Akureyri (86), 32 frá Menntaskólanum á Laugarvatni (48),
34 frá Menntaskólanum á ísafirði (35), 95 frá Verzlunarskóla
íslands (77), 83 frá Kennaraháskóla íslands (42), 45 frá
Flensborgarskóla í Hafnarfirði (31), 44 frá Menntaskólanum
í Kópavogi (53), 14 frá Samvinnuskólanum (0).
Raforkumál.
Enn var unnið að Sigölduvirkjun, og hófst raforkufram-
leiðsla þar í ágústlok. Unnið var að undirbúningi að virkjun
Hrauneyjafoss í Tungnaá. Unnið var að gerð nýrrar stíflu við
Elliðavatn. Lögð var lína frá Geithálsi fyrir Hvalfjörð að
Grundartanga og þaðan að Vatnshömrum í Andakíl, en
þaðan liggur byggðalínan til Norðurlands. Voru þessar línur
tengdar um miðjan nóvember, og var þá komin samfelld lína
frá Geithálsi til Akureyrar og frá Akureyri til Kröflu.
Byggðalínan frá Borgarfirði til Akureyrar var formlega tengd
orkusvæði Laxárvirkjunar 13. janúar. Unnið var að undir-
búningi að lagningu línu frá Kröflu til Austurlands. 1 sam-
bandi við byggðalínuna var unnið að byggingu aðveitu-
stöðva við Vatnshamra, Laxá í Húnavatnssýslu og við
Akureyri. Seint á árinu var stofnað Orkubú Vestfjarða, sem a
(122)