Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Qupperneq 125
að fara með yfirstjórn raforku- og jarðhitamála á Vestfjörð-
um. Unnið var að virkjun Suðurfossár í Barðastrandarsýslu
og Hófsár í Arnarfirði. Hin þrjú litlu orkuver við Isafjarðar-
djúp, Mýrarárvirkjun á Snæfjallaströnd, Blævardalsárvirkj-
un á Langadalsströnd og Sængurfossvirkjun í Mjóafirði,
voru samtengd. Lögð var lína frá Hólmavík um Trékyllis-
heiði til Djúpuvíkur, og var því lokið í nóvember. Unnið var
að athugunum í sambandi við virkjun Blöndu, t.d. var unnið
að borunum á Auðkúluheiði. Lagningu línu milli Akureyrar
og Kröflu var lokið í marz. Jarðhræringar ollu enn talsverðri
truflun á framkvæmdum við Kröflu, og gufuafl þar var of
lítið. Virkjuninni var að miklu leyti lokið, en gangsetningu
mannvirkjanna var frestað fram í ársbyrjun 1978. Enn var
unnið að undirbúningi að virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal.
Rafmagn var leitt á nokkra sveitabæi, t.d. í Gufudalssveit,
Árneshreppi á Ströndum og í Selvogi. Þing íslenzkra raf-
veitna var haldið á Húsavík í júní.
Rannsóknir.
56 erlendir rannsóknaleiðangrar störfuðu að rannsóknum
hér á landi (29 brezkir, 7 vestur-þýzkir, 7 bandarískir, 3
s®nskir, 3 franskir, einn danskur, einn norskur, einn sviss-
ueskur, einn sovézkur, einn japanskur, einn kanadiskur og
einn ástralskur).
Norræna eldfjallastöðin vann að rannsóknum á íslenzkum
eldfjallasvæðum, á íslenzka basaltinu og á bergi frá fornum
eldfjallasvæðum í Norður- og Suðurhöfum.
Orkustofnun vann að margvíslegum rannsóknum í sam-
bandi við orkumál, svo sem vatnamælingum, kortagerð,
landmælingum, jarðfræðirannsóknum, virkjunaráætlunum,
umhverfisrannsóknum, jarðhitaleit víða um land og hita-
veiturannsóknum og neyzluvatnsrannsóknum. í samvinnu
við ýmsar aðrar vísindastofnanir vann hún að rannsóknum á
náttúruumbrotum á Kröflusvæðinu.
Raunvísindastofnun Háskólans vann að margvíslegum
rannsóknarverkefnum í eðlisfræði, efnafræði, jarðvísindum,
reiknifræði og stærðfræði. Unnið var að endurbótum á
(123)