Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 127
sóknum á selum og hvölum. Eins og áður fór fram rannsókn
á ýmsum gerðum veiðarfæra. Stofnunin hafði eftirlit með
útibúum á Isafirði, Húsavík og Höfn í Homafirði. — Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins vann m.a. að fitu- og þurr-
efnismælingum í bræðslufiski, vinnslutilraunum með kol-
munna og saltsild, tilraunum með nýtingu á úrgangi úr fiski,
humri og rækju og eftirliti með kúfiskvinnslu. Unnið var að
Undirbúningi að því að koma á fót tilraunaverksmiðju fyrir
fisk- og humarúrgang. Stofnunin hafði eftirlit með útibúum
á ísafirði, í Neskaupstað og Vestmannaeyjum.
Matvælaeftirlit ríkisins kom upp sérstakri rannsóknastofu
í Reykjavík, en hafði áður aðallega sent sýni til Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins. Tók rannsóknastofan formlega til
starfa 30. desember.
Veiðimálastofnunin vann að rannsóknum í sambandi við
laxa- og silungaeldi, m.a. að merkingum á seiðum. Gerðar
voru tilraunir með fóður fyrir laxaseiði úr innlendu hráefni.
Þá voru og gerðar tilraunir með að sleppa laxi í fisklausar ár
víða um landið. Víða voru settir upp laxateljarar. Gerðar
voru tilraunir með fiskigildrur til silungsveiða. Unnið var að
undirbúningi að tölvunotkun við úrvinnslu veiðiskýrslna.
Líffræðistofnun Háskólans vann að rannsóknum á lífríki í
fjörum, rannsóknum á vistfræði Mývatns, lífríki í Surtsey, á
sjófuglastofnum og á saltbúskap laxfiska. Einnig fékkst hún
við sýklarannsóknir.
Rannsóknastofnun iðnaðarins vann m.a. að rannsóknum
a nytsömum jarðefnum, einkum perlusteini, prófun á eigin-
leikum málma, málmtæringu og málmbroti, prófun á ýms-
um öðrum efnum, svo sem málningu og fúavarnarefnum, og
að mengunarrannsóknum. Hún vann að margs konar þjón-
Ustustarfsemi fyrir iðnaðinn.
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins vann að rann-
soknum á ýmsum byggingarefnum og þoli þeirra, umfangs-
utiklum rannsóknum á einangrunargleri og ýmiss konar
þjónustu fyrir byggingariðnaðinn. Hún hafði mikil samskipti
v*ö rannsóknastofnanir á hinum Norðurlöndunum. Ný-
(125)