Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 128
bygging stofnunarinnar í Keldnaholti var formlega tekin í
notkun 4. febrúar. Unnið var að undirbúningi að stofnun
rannsóknastofnunar í verkfræði við Háskóla íslands.
1 Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum var
unnið að rannsóknum á ýmsum búfjársjúkdómum, t.d.
hæggengum veirusýkingum í sauðfé, visnu, mæði og riðu.
Visnurannsóknimar voru að nokkru unnar í samvinnu við
bandaríska vísindamenn. — Rannsóknastofan í veirufræði
(við Eiríksgötu í Reykjavík) vann að ýmislegum veirurann-
sóknum, t.d. á rauðum hundum. — í rannsóknastofuHá-
skólans við Barónsstíg var unnið að rannsóknum á ýmsum
sjúkdómum, t.d. krabbameini.
Mannfræðistofnun Háskólans hélt áfram samanburðar-
rannsóknum á Vestur-íslendingum og heimamönnum á ís-
landi.
Sagnfræðistofnun Háskólans vann m.a. að rannsóknum á
Vesturheimsferðum íslendinga og á Skaftáreldum og
Móðuharðindum. Á vegum Sagnfræðistofnunar, Trygg-
ingastofnunar ríkisins og Þjóðminjasafnsins var reynt að
safna endurminningum fólks á ellilífeyrisaldri um þjóðlífið á
yngri árum þess. Ömefnastofnun vann að söfnun örnefna
víða um land og rannsókn á þeim. Orðabók Háskólans vann
á líkan hátt og áður að söfnun orða úr íslenzku talmáli og
ritmáli og notaði útvarp til að ná sambandi við almenning.
Samgöngur og ferðamál.
72,690 útlendingar komu til fslands á árinu (árið áður
70,180). Af þeim voru 22,574 Bandaríkjamenn (24,095),
11,390 Vestur-Þjóðverjar (10,147), 6,213 Danir (6,389), 5,793
Svíar (5,402), 4,648 Bretar (3,305), 4,626 Norðmenn (3,983),
3,528 Svisslendingar (3,063), 3,327 Frakkar (3,701) og 1,694
Hollendingar (1,552). 70,992 fslendingar ferðuðust til út-
landa á árinu (59,979).
Flugleiðir héldu uppi áætlunarferðum til Parísar um
sumarið. Hafnar voru að nýju áætlunarferðir til Gautaborg-
ar. Flugleiðir fluttu síðustu mánuði ársins um 12,000 píla-
(126)