Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Qupperneq 131
Öndverðarnesi, en mannbjörg varð. 24. ágúst sökk vélbátur-
mn Stapi frá Ólafsvik út af Öndverðarnesi, en mannbjörg
varð. 31. ágúst sökk vélbáturinn Gautur frá Þorlákshöfn út af
Selvogi, en mannbjörg varð. 15. september strandaði og
eyðilagðist vélbáturinn Pétursey út af Grindavík, en mann-
björg varð. Sama dag sökk vélbáturinn Sjöfn við Svörtuloft,
en mannbjörg varð. 2. nóvember sökk vélbáturinn Gullfaxi
frá Höfn í Homafirði á Meðallandsbug, en mannbjörg varð.
10. nóvember fórst vélbáturinn Haraldur frá Grundarfirði í
nánd við Öndverðames, og fórust þar tveir menn. 14.
nóvember hvolfdi gúmbát á ísafjarðardjúpi, en þremur
ntönnum, sem í honum voru, tókst að bjarga sér á kjöl, og
fundust þeir eftir margra klukkustunda hrakninga og var
bjargað. 28. nóvember brann og sökk vélbáturinn Steinunn
frá Isafirði á ísafjarðardjúpi, en mannbjörg varð. 17.
desember fórst vélbáturinn Pólstjarnan frá Drangsnesi í
mynni Steingrímsfjarðar og með honum tveir menn.
25. apríl brotlenti lítil flugvél við Mælifell norðan Mýr-
dalsjökuls. Tveir menn, sem í henni voru, komust lífs af, en
urðu úti á fjöllunum. 14. maí varð lítil flugvél á leið frá
Ameríku að nauðlenda á hafinu vestur af Reykjanesi, en
finnskri flugkonu, sem var ein í vélinni, var fljótlega bjargað.
14. desember fórst lítil bandarísk flugvél vestur af Reykjanesi
og með henni einn maður.
Aðalfundur Slysavamafélags Islands var haldinn í Nesja-
skóla í Homafirði í júní. Landssamband hjálparsveita skáta
stofnaði björgunarskóla. Ýmis frækileg björgunarafrek voru
unnin. 18. marz björguðu tveir sjómenn af Árvakri, Baldur
Halldórsson og Ársæll Björgvinsson, sex ára dreng, sem
fallið hafði í Reykjavíkurhöfn og var langt leiddur. 26. maí
vann Margeir Jóhannesson, 17 ára piltur í Ólafsvík, frækilegt
björgunarafrek, er hann bjargaði rosknum manni, sem hafði
fallið út af bryggju þar.
Stjórnmál o.fl.
Stjórn Geirs Hallgrímssonar sat að völdum allt árið. Geir
Hallgrímsson var í maí endurkjörinn formaður Sjálfstæðis-
9
(129)