Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 132
Frá heimsókn Geirs Hallgrímssonar forsœtisráðherra til
Sovétríkjanna, fundi hans og Kosygins í Moskvu.
flokksins. í nóvember var Lúðvík Jósepsson kjörinn for-
maður Alþýðubandalagsins. Magnús Torfi Ólafsson var í
nóvember kjörinn formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna. Prófkosningar fyrir alþingiskosningarnar 1978 fóru
fram í sumum stjómmálaflokkum síðustu mánuði ársins. —
Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og frú hans fóru í opin-
bera heimsókn til Sovétríkjanna í september. Heimsóttu þau
auk Moskvu Armeníu, Grúsíu og Úkraínu. Einar Ágústsson
utanríkisráðherra fór í september til Washington og ræddi
þar við ýmsa ráðamenn Bandaríkjanna, svo sem varaforseta
og utanríkisráðherra. Matthías Bjamason sjávarútvegsráð-
herra fór í nóvember í opinbera heimsókn til Færeyja. Einar
Ágústsson utanríkisráðherra fór í opinbera heimsókn til
Danmerkur og Noregs um mánaðamótin nóvem-
ber —desember.
Útvegur.
Heildaraflinn var 1,373,954 tonn (árið áður 975,145).
Freðfiskur var 321,944 tonn (298,786), saltfiskur 160,696
tonn (136,133), ísfiskur 20,226 tonn (33,747), skreið 31,295
(130)