Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Síða 133
tonn (28,461), niðursoðinn og reyktur fiskur 809 tonn (512).
Fiskmjölsframleiðsla var 833,256 tonn (472,595). — Þorsk-
afli var 329,701 tonn (281,614), ýsu- og lýsuafli 35,429 tonn
(34,345), ufsaafli 46,973 tonn (56,663), spærlingsafli 23,804
tonn (27,402), löngu- og blálönguafli 3,434 tonn (4514),
keiluafli 3122 tonn (3012), steinbítsafli 10,362 tonn (11,118),
karfaafli 28,200 tonn (41,241), lúðu- og grálúðuafli 11,807
tonn (3,359), skarkolaafli 5,268 tonn (4,908). Síldarafli var
28,925 tonn (30,564). Nokkrar síldveiðar voru við Suð-
austurland um haustið. Loðnuafli var 812,667 tonn
(458,769). Auk aðalvertíðarinnar var nokkur loðnuveiði við
Norðurland um sumarið. Nokkur íslenzk skip stunduðu um
vorið í tilraunaskyni kolmunnaveiðar við Færeyjar, 64,575
laxar veiddust (árið áður um 59,000). Einkum var góð lax-
veiði á Norðurlandi. Seiðin í eldisstöðinni í Laxalóni voru
drepin í september vegna gruns um nýrnasjúkdóm í þeim, en
þetta mál olli miklum deilum. Hafin var í Laxá í
Suður-Þingeyjarsýslu bygging stærsta laxastiga í landinu. í
júní var Hákon Jóhannsson kjörinn formaður Stangaveiði-
sambands Norðurlanda til þriggja ára, en Friðrik Sigfússon
ritari þess. — 385 hvalir veiddust á árinu (389). Af þeim voru
• 44 langreiðar (275), 110 búrhveli (111) og 131 sandreyður
(3). Humarafli var 2723 tonn (2781), rækjuafli 7149 tonn
(6554) og hörpudiskafli 4427 tonn (3615). Djúprækjuveiðar
voru nokkuð stundaðar undan Norðurlandi síðari hluta árs-
ins, einkum á svæðinu kringum Grímsey.
Ýmsar opinberar ráðstafanir voru gerðar til friðunar á
stofnum nytjafiska. Voru þær tíma- og svæðabundnar. Var
alloft ákveðnum veiðisvæðum lokað um hríð, ef mikið var
þar af smáfiski. Brezkir hafnarverkamenn og flutninga-
verkamenn héldu uppi löndunarbanni á íslenzkum ísfiski í
brezkum höfnum. Sum íslenzku hraðfrystihúsin áttu í
rekstrarerfiðleikum, einkum síðari hluta ársins.
Myndatölvur til fiskileitar voru í fyrsta sinn teknar til
notkunar í nokkrum íslenzkum skipum. Gerðar voru til-
raunir með tveggja skipa vörpur. Fyrstu útgerðartæknarnir
voru brautskráðir frá Tækniskóla Islands. Nýjar siglinga-
(131)