Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Side 134
reglur tóku gildi 15. júlí. Fiskiþing var haldið í Reykjavík í
nóvember. Landsfundur Landssambands íslenzkra útvegs-
manna var haldinn í Grindavík í nóvember, og var Kristján
Ragnarsson endurkjörinn formaður sambandsins.
Allur íslenzki skipastóllinn var í árslok 1001 skip, samtals
188,544 lestir (í árslok 1976 987 skip, samtals 178,066 lestir).
Hér eru ekki taldir með opnir vélbátar, sem í árslok 1977
voru 851, samtals 2666 lestir. Af skipunum voru 893 fiskiskip
(882), samtals 101,239 lestir. Af þeim voru 5 síðutogarar (7)
og 73 skuttogarar (61). Farþegaskip voru 5 (6), olíuflutn-
ingaskip 5 (5), vöruflutningaskip 53 (50), varðskip og björg-
unarskip 8 (9). í árslok voru 15 fiskiskip í smíðum hér á landi,
en 5 erlendis.
Útflutningur sjávarafurða var sem hér segir í millj. kr. (í
svigum tölur frá 1976):
Fryst fiskflök 32330,4 (21771,6)
Óverkaður saltfiskur ... 9726,5 (10657,5)
Loðnumjöl 9518,8 ( 3058,5)
Loðnulýsi 5197,9 ( 1266,9)
Þorskmjöl 2513,0 ( 2214,4)
Skreið 2415,6 ( 1513,8)
Fryst rækja 1384,6 ( 1191,7)
Sérverkuð saltsíld 1379,2 ( 419,9)
Frystur humar 1297,7 ( 1091,2)
ísfiskur 1275,9 ( 1034,2)
Niðursoðinn fiskur .... 1206,9 ( 599,1)
Heilfrystur fiskur 1173,8 ( 708,3)
Söltuð grásleppuhrogn . 788,5 ( 871,7)
Saltfiskflök 698,2 ( 700,2)
Venjuleg saltsíld 643,9 ( 995,4)
Fryst hvalkjöt 642,3 ( 472,0)
Fryst loðna 609,6 ( 534,9)
Söltuð matarhrogn .... 540,3 ( 382,7)
Hörpudiskur 529,1 ( 125,6)
Fryst hrogn 522,5 ( 406,6)
Þurrkaður saltfiskur . .. 490,0 ( 1318,1)
(132)