Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Side 136
Dalvík, Hjalteyri, Akureyri (hin nýja vöruhöfn á Oddeyri var
tekin í notkun), Húsavík, Raufarhöfn, Vopnafirði, Borgar-
firði eystra, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdals-
vík, Vestmannaeyjum, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Grindavík,
Sandgerði, Keflavík og Hafnarfirði. Vita- og hafnamála-
stjórnin tók í notkun nýtt dýpkunarskip, Gretti. Unnið var að
rannsókn á hugsanlegum hafnarstæðum á suðurströndinni.
Sími. Ríkisstjórnin gerði samning við Mikla norræna rit-
símafélagið, að það annist í samvinnu við íslenzk stjórnvöld
uppsetningu á jarðstöð á íslandi til notkunar fyrir flutning
sjónvarpsefnis og flutning símtala milli landa. Skyldi jarð-
stöðin vera starfrækt af félaginu og íslendingum í samvinnu
framan af, en síðar skyldi hún rekin af íslendingum einum.
Var stöðinni valinn staður viA Úlfarsfell í Mosfellssveit. Sæ-
sími skyldi þó starfræktur til 1985. Lóranstöðin á Reynisfjalli
í Mýrdal var lögð niður í árslok og einnig Lóran-A-stöðin á
Gufuskálum. Talsvert bar á því, að sjálfvirku símstöðvamar
væru orðnar of litlar, og voru mörg hundruð manns á bið-
listum til að fá síma.
Útvarp. Sjónvarpið fékk tæki til útsendingar í litum.
Hófust litaútsendingar í tilraunaskyni síðustu mánuði ársins.
Unnið var að því að koma á örbylgjusambandi við Norður-
og Austurland og að endurnýjun sjónvarpsstöðva.
Vegagerð. Mjög víða um land var unnið að vegagerð, t.d.
var slitlag lagt á Þingvallaveg í Mosfellsdal, unnið að Akra-
nesvegi, allvíða við Breiðafjörð og á Vestfjörðum, einkum
við sunnanvert fsafjarðardjúp, á Holtavörðuheiði, Hrúta-
fjarðarhálsi og í Skagafirði. Slitlag var lagt á veginn við
Moldhaugnaháls og unnið að vegagerð á Svalbarðsströnd.
Unnið var allvíða á Norðaustur- og Austurlandi, t.d. var
unnið að vegagerð milli Skútustaða og Reykjahlíðar. Odds-
skarðsgöng voru að mestu fullgerð, og voru þau opnuð fyrir
umferð í desember. Unnið var að vegagerð í Þvottárskriðum
og Hvalnesskriðum. Lagður var vegur frá Galtalæk að Búr-
fellsvirkjun, og slitlag var lagt á kafla Suðurlandsvegar
austan Þjórsár. Slitlag var einnig lagt á kafla Eyrarbakka-
vegar næst Selfossi. Unnið var að Garðskagavegi á Suður-
(134)