Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Page 137
nesjum. Enn var unnið að veginum milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur.
Vitar. Vitar voru reistir í Lundey á Skjálfanda og Surtsey
(syðsti viti landsins). Unnið var að viðhaldi og viðgerðum á
mörgum vitum.
Ymsar framkvæmdir.
Reykjavík. f árslok voru 1250 íbúðir í smíðum, en á árinu
var hafin smíði 478 íbúða. Mest var byggt í Seljahverfi í
Breiðholti, en einnig nokkuð í öðrum hverfum. Unnið var að
hinu nýja miðbæjarsvæði í Kringlumýri, að hinu nýja
íbúðahverfi við Eiðsgranda og hafnar framkvæmdir við nýtt
•búðahverfi í Selási. Talsverðar umræður og deilur voru um
skipulag gamla miðbæjarins í Reykjavík. Mikið var unnið að
gatnagerð, einkum á Breiðholtssvæðinu. Enn var unnið að
hinum nýja Vesturlandsvegi á Smálandasvæðinu. Miklar
framkvæmdir voru við skrúðgarða og leikvelli. Mikið kvað
að hitaveituframkvæmdum. Haldið var áfram að bora eftir
heitu vatni í Mosfellsdal, einkum í nánd við Helgadal. Unnið
var að byggingu dælustöðvar á Norður-Reykjum í Mosfells-
dal. Borað var eftir heitu vatni á Hengilssvæðinu. Hitaveita
var lögð í hin nýju hverfi í Breiðholti, og ný hitaveituæð var
lögð í Vesturbæinn. Haldið var áfram að bora eftir
drykkjarvatni í útjaðri Heiðmerkur, einkum í nánd við Jaðar.
Á vegum Rafveitunnar var unnið að stíflu við Elliðavatn og
að stækkun húss Rafveitunnar við Ármúla. Ýmsar fram-
kvæmdir voru á sorphaugasvæðinu við Gufunesvog. Enn var
unnið að húsum Öryrkjabandalagsins við Hátún. Unnið var
að hinni nýju slysadeild við Borgarspítalann, og fleiri fram-
kvæmdir voru þar. Við Landspítalann var unnið að geðdeild
og göngudeild. Unnið var að ýmsum framkvæmdum við
Kleppsspítala, og var m.a. tekið þar í notkun dagvistunar-
heimili fyrir böm starfsfólksins. Hjúkrunardeildin í Hafnar-
búðum var að nokkru tekin í notkun. Unnið var að leigu-
íbúðum fyrir aldraða við Furugerði, Lönguhlíð og Dalbraut.
Hafin var bygging dagvistunarheimilis fyrir þroskahefta við
Stjörnugróf. Heilsugæzlustöð tók til starfa í Árbæjarhverfi,
(135)