Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1979, Side 139
norðan við Lækjartorg. Unnið var að húsi bifreiðastöðv-
arinnar Bæjarleiða við Langholtsveg. Unnið var að stórhýsi
íslenzkra aðalverktaka við Höfðabakka. Unnið var að
stækkun veitingahússins Sigtúns. Nýtt kvikmyndahús,
Regnboginn, tók til starfa við Hverfisgötu. Reistur var við
Hagatorg minnisvarði um lýðveldisstofnunina 1944, gerður
af Sigurjóni Ólafssyni.
Gullbringu- og Kjósarsýsla. 1 Vindáshlíð í Kjós var unnið að
íþróttahúsi. Unnið varað íbúðahverfi, Grundarhverfi, í nánd
við Hof á Kjalamesi og að stækkun vistheimilisins í Amar-
holti. Umbætur voru gerðar á skólahúsinu á Klébergi. Unnið
var að undirbúningi að vatnsveituframkvæmdum á Kjalar-
nesi. Fjöldi íbúða var í smíðum í Mosfellssveit, aðallega í
Holtahverfi og Tangahverfi, en nokkrar í Reykjahverfi og á
svæðinu suðvestur af Helgafelli. Hafin var bygging íbúða
fyrir aldraða. Unnið var að nokkrum iðnaðarhúsum i
Holtahverfi. Hið nýja íþróttahús á Varmá var formlega tekið
> notkun í desember. Reistur var í Mosfellssveit minnisvarði
um aðstoð Finna við íslendinga á dögum Vestmannaeyja-
gossins. Var hann afhjúpaður af Kekkonen forseta í ágúst. —
Mörg íbúðarhús voru í smíðum á Seltjarnarnesi, einkum í
Strandahverfi, Neshverfi og á Melshúsatúni. Unnið var þar
að gagnfræðaskólahúsi og að undirbúningi að kirkjubygg-
•ngu og að byggingu heilsugæzlustöðvar. Mikið var unnið að
gatnagerð. Gert var skipulag fyrir nýjan miðbæ í Eiðislandi.
— Fjöldi ibúðar-, iðnaðar- og verzlunarhúsa var í smíðum í
Kópavogi, aðallega í austurbænum. Unnið var þar að
íþróttasvæði og stóru íþróttahúsi. Unnið var að stækkun
skólahúss, og dagheimili var byggt í Snælandshverfi. Bæjar-
fógetaembættið í Kópavogi fluttist í nýtt húsnæði, og unnið
var að húsnæði Rannsóknarlögreglu ríkisins við Auðbrekku.
Hafin var í Kópavogi bygging húss fyrir sálarrannsóknir,
Hafsteinshúss. — Mörg íbúðarhús voru byggð í Garðabæ.
Þar var unnið að gagnfræðaskólahúsi, íþróttahúsi, safnaðar-
heimili og kaupfélagshúsi. — í Hafnarfirði voru mörg
íbúðarhús í smíðum, einkum í norðurbænum. Unnið var að
(137)